Saga - 2013, Qupperneq 26
hafa landvistarleyfi í öðrum löndum. Og hið hryggilega skeður að
ákveðnir Íslendingar láta hafa sig til að aðstoða þessi illmenni. Verða
þær rúblur sjálfsagt ekki fáar sem kommúnistar fá nú í óreiðusjóði sína
fyrir þessa nýju frammistöðu hins erlenda kúgunarvalds.49
Hér var sett fram söguskoðun sem átti eftir að reynast lífseig á kalda -
stríðstímanum: Ásakanirnar á hendur Eðvald væru liður í á róðurs -
herferð Sovétmanna sem hefðu svipt Eystrasaltsríkin frelsi sínu. Og
íslenskir sósíalistar gengju erinda þeirra með því krefjast rannsóknar
á þeim. Viðbrögð hins stjórnarblaðsins, Alþýðublaðsins, urðu mjög á
sama veg. Blaðið birti viðtal við Eðvald, þar sem hann hafnaði sak-
argiftunum og endurtók þá röngu fullyrðingu sína að hann hefði
aldrei starfað með nasistum.50 Þjóðviljinn hafði hins vegar ekki sagt
sitt síðasta. Um mánuði síðar birti blaðið ljósrit af skjölum sem höfðu
að geyma handtökuskipanir, sem Mikson undirritaði í september
1941, þegar hann var í öryggislögreglunni, gegn kommúnistum og
gyðingum. Taldi blaðið að nýju gögnin sönnuðu að Mikson hefði
tekið þátt í útrýmingarherferðinni gegn gyðingum.51 Hér var um að
ræða skjöl öryggislögreglunnar frá árinu 1941 en ekki afrit af yfir-
heyrslum sem framkvæmdar voru af KGB árið 1961.
Þessar upplýsingar höfðu engin áhrif á Morgunblaðið, sem var
staðráðið í að verja Eðvald. Að frumkvæði hans sjálfs birti blaðið
útdrátt úr bréfi Schartaus, þar sem hann lýsti yfir því að sænskur
dómstóll hefði hreinsað nafn Miksons af sakargiftum, sem var rangt.
Til að auka trúverðugleika Schartaus og styrkja frásögn Miksons
tíundaði blaðið afskipti sænska lögfræðingsins af hinu svokallaða
Wallenberg-máli, en Wallenberg, sem var sænskur diplómat sem
hvarf í Búdapest árið 1945 og lést í rússneskum fangabúðum, hafði
verið kunnur fyrir að aðstoða gyðinga sem ofsóttir voru af nasist-
um. Blaðið orðaði það svo: „Þjóðviljamenn segja nú, að Eðvald
Hinriksson hafi staðið fyrir Gyðingaofsóknum í heimalandi sínu.
Ófyrirleitni þessa blaðs er svo mikil, að Íslendingum er ætlað að trúa
því, að hinn sænski lögfræðingur hafi lagt sig í líma við það tvennt
í senn að upplýsa Wallenbergmálið og hilma [svo] yfir með manni
sem sekur á að vera um Gyðingaofsóknir“.52 Þannig átti augljóslega
valur ingimundarson24
49 Morgunblaðið („Staksteinar“) 17. mars 1961, bls. 3.
50 „Hef aldrei starfað með nazistum“, Alþýðublaðið 15. mars 1961, bls. 16.
51 Þjóðviljinn 18. apríl 1961, bls. 1.
52 „Eistneski flóttamaðurinn föðurlandsvinur, sem gerði skyldu sína“, Morgun -
blaðið 19. apríl 1961, bls. 1.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 24