Saga - 2013, Qupperneq 28
leiðtogar Sósíalistaflokksins, þeir Einar Olgeirsson og Lúðvík Jós -
eps son, lýstu sig andvíga því í samtali við sovéska sendiherrann á
Íslandi. Slík framsalskrafa mundi setja Sósíalistaflokkinn í erfiða
stöðu þar sem hægri flokkarnir, sem þeir sögðu hafa stóreflt áróðurs -
deildir sínar, mundu nota hana til árása á flokkinn. Rétt væri að bíða
með málið, að minnsta kosti fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar í
maí 1962.55 Leyniþjónustan skilaði þó gögnunum aftur til Eistlands
áður en kosningarnar fóru fram á þeim forsendum að þeirra væri
ekki lengur þörf.56 Morgunblaðinu tókst þannig að snúa Mikson-mál-
inu upp í baráttu gegn kommúnisma, enda töldu sósíalistar að unnt
væri að nota það gegn þeim í stjórnmálabaráttunni á Íslandi. Árið
1971 hóf KGB í Eistlandi rannsókn á einstaklingum sem nefndir
voru í málsskjölum Miksons. Tólf árum síðar skrifaði yfirmaður
rannsóknardeildar KGB í Eistlandi yfirmanni KGB í Moskvu til að
grennslast fyrir um hvort vitað væri hvar Mikson byggi. Honum var
svarað á þá leið að sú vitneskja lægi ekki fyrir.57 Þessi afgreiðsla
málsins vekur þá spurningu hvers vegna KGB hætti rannsókninni
þótt leyniþjónustan vissi alltaf hvar Mikson var að finna. Ekki
virðist nægileg skýring að Mikson hafi verið fjarstaddur því að aðrir
Eistar voru dæmdir á þessum tíma þótt þeir væru víðs fjarri. Ef til
vill hafa Sovétmenn ekki talið að það svaraði pólitískum kostnaði að
halda áfram með málið.
Fullyrða má að þau málsskjöl sem þegar lágu fyrir hefðu nægt til
að sakfella Mikson í Sovétríkjunum. Þeir Jan Ralf Gerrets og Jaan
Viik voru t.d. dæmdir til dauða í réttarhöldunum árið 1961 og Ain-
Ervin Mere fékk sama dóm að sér fjarstöddum.58 Allir voru þeir í
eistnesku öryggislögreglunni og sakaðir um að hafa tekið þátt í
fjöldamorðum, einkum á gyðingum og Roma- og Sinti-fólki. Eist -
neski sagnfræðingurinn Meelis Maripuu hefur bent á að fyrir rétt-
valur ingimundarson26
55 Arkhiv vneshnei politiki Rossiiskoi Federatsii (AVP RF) [Utanríkismálasafn Rúss -
lands, Moskvu], minnisblað um samtal við Einar Olgeirsson og Lúðvík Jóseps -
son 15. febrúar 1962 (gögn í vörslu Jóns Ólafssonar).
56 Skjalasafn ríkissaksóknara 10. 50. 6, rússnesk gögn (ensk þýðing), bréf, örygg-
isnefnd ríkisins hjá ráðherraráði Sovétríkjanna til yfirmanns rannsóknardeild-
ar öryggisnefndar ráðherraráðs Eistlands, 28. apríl 1962.
57 Skjalasafn ríkissaksóknara, 10. 50. 6, rússnesk gögn (ensk þýðing), bréf, L.
Nikitin til Rauba (deildarstjóra öryggisnefndar Eistlands), 21. janúar 1983;
sama heimild, Rauba til L. Nikitin, 21. febrúar 1983.
58 Bresk stjórnvöld framseldu ekki Mere til Sovétríkjanna, en hann bjó í Bretlandi
þar til hann lést árið 1969.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 26