Saga - 2013, Qupperneq 29
arhöldin yfir Mere, sem bjó í Englandi, hefði KGB reynt að fá hann til
liðs við sig. Ekkert hefur komið fram um að Sovétmenn hafi farið
þess á leit við Mikson að hann njósnaði fyrir þá.59 Í febrúar 1993 gaf
þáverandi forseti hæstaréttar Eistlands, Rait Maruste, þá skýringu
að KGB hefði haft sérstakan áhuga á Mikson vegna upplýsinga sem
hann bjó yfir um Karl Säre. KGB hefði beitt sér fyrir því að Sovét -
menn héldu áfram með málið og fengju Mikson framseldan frá
Íslandi. Slík túlkun kemur heim og saman við yfirlýsingar Miksons
sjálfs: að Sovétmenn hefðu haft horn í síðu sinni vegna Säre-máls-
ins. Maruste neitaði því hins vegar að unnt væri að fullyrða að það
hefði verið eina ástæða KGB til að eltast við Mikson.60 En staðreynd-
in er sú að sovésk stjórnvöld fóru aldrei fram á það við íslensk
stjórn völd að Mikson yrði framseldur til Sovétríkjanna.
Simon Wiesenthal-stofnunin endurvekur Mikson-málið
Eftir fjaðrafokið vegna fréttaflutnings Þjóðviljans árið 1961 lá Mik -
son-málið að mestu niðri þar til eftir lok kalda stríðsins. Útkoma
ævisögu Miksons, eftir eistneska rithöfundinn Einar Sanden, í ís -
lenskri þýðingu, árið 1988, breytti litlu þar um. Í bókinni er dregin
upp mynd af mætum manni, þjóðernissinna sem hafi gert skyldu
sína fyrir föðurlandið og barist fyrir sjálfstæði þess gegn innlendum
nasistum og innrásarherjum Sovétmanna og Þjóðverja. Áburði um
stríðs glæpi var vísað á bug sem kommúnískum áróðri.61 Í öllum
grundvallaratriðum var hér verið að festa í sessi frásögn sem Mik -
son og velunnarar hans, eins og Schartau, höfðu áður dregið upp á
kaldastríðstímanum.
Eftir hrun Sovétríkjanna gat Mikson fagnað endurreisn Eistlands
sem sjálfstæðs ríkis árið 1991. Sú staðreynd að Ísland varð fyrsta
ríkið til að taka upp á ný stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin jók
hróður Íslendinga í Eistlandi, Lettlandi og Litháen, ekki síst Jóns
Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra, sem gegndi þar lykil-
hlutverki.62 Þannig var með táknrænum hætti ýtt frekar undir sögu-
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 27
59 Bréf. Estonian Foundation for the Investigation of Crimes Against Humanity
(Meelis Maripuu) til Vals Ingimundarsonar, 24. september 2004.
60 Morgunblaðið 13. febrúar 1993.
61 Sjá Einar Sanden, Úr eldinum til Íslands, bls. 185–189.
62 Sjá Guðni Th. Jóhannesson, „Skiptum við máli? Ísland og Eystrasaltsríkin,
1990–1991“, Íslenska söguþingið 1997 II (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla
Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag 1998), bls. 185–192.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 27