Saga - 2013, Page 31
ur maður fái hæli í landi yðar?“63 Markmiðið var því ekki aðeins að
vekja máls á stríðsglæpum heldur einnig að beina spjótum að
íslenskum stjórnvöldum fyrir að halda hlífiskildi yfir meintum
stríðs glæpamanni.
Davíð Oddsson lét hafa það eitt eftir sér að þetta væru alvarleg-
ar ásakanir sem yrðu skoðaðar þegar hann kæmi heim frá Ísrael.64
Í sjálfri heimsókninni var það forseti ísraelska þingsins, Dov Shilan -
sky, sem tók málið upp við Davíð. Hann gerði það af eigin hvötum,
sagði hann, þar sem hann hefði sjálfur lifað af útrýmingarher-
ferðina gegn gyðingum.65 Aðrir stjórnmálamenn gerðu það ekki.
Og þótt málið ylli fjaðrafoki á Íslandi vakti það ekki mikla athygli
í Ísrael.66 Eftir að Davíð kom til Íslands sagðist hann hafa orðið
undrandi þegar honum var afhent bréfið og haft orð á því. Hann
vildi greinilega draga tímasetninguna í efa á þeirri forsendu að
hann hefði haldið að málinu hefði lokið í Svíþjóð áður en Mikson
kom til Íslands. Reyndar viðurkenndi hann að hann væri ekkert
inni í málinu, en fannst það sérkennilegt að þeir sem gerðu sér mat
úr því nú hefðu ekki vitað fyrr hvað varð af Eðvaldi Hinriks -
syni.67
Fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnmálamanna og fjölmiðla urðu
ekki til að beina sjónum fólks að ásökununum sjálfum heldur
aðferðinni við að koma þeim á framfæri. Þar mátti greina varnar -
viðbrögð og vandlætingu. Í fyrsta lagi var fundið að því að Davíð
skyldi hafa verið afhent bréfið í opinberri heimsókn, þar sem það
sýndi brot á öllum umgengnisvenjum í samskiptum ríkja.68 Yngvi
Yngvason, sendiherra Íslands í Ísrael, hafði neitað að hitta Zuroff og
sagt að öll skilaboð frá Simon Wiesenthal-stofnuninni yrðu að berast
bréfleiðis.69 Bréfinu var komið gegnum Yngva til Davíðs á hótelinu
þar sem hann dvaldi.70 Það var því ekki gert með atbeina ísraelska
utanríkisráðuneytisins, eins og talið var í fyrstu. Jón Baldvin Hanni -
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 29
63 Sjá skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 10.10. 3, bréf Efraim
Zuroffs til Davíðs Oddssonar, 18. febrúar 1992.
64 Morgunblaðið 19. febrúar 1992, bls. 20.
65 Morgunblaðið 20. febrúar 1992, bls. 27.
66 DV 21. febrúar 1992, bls. 2.
67 DV 19. febrúar 1992, bls. 5.
68 Sjá t.d. Tíminn (leiðari) 21. febrúar 1992, bls. 4.
69 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 10.10. 3, bréf, Efraim
Zuorff til Davíðs Oddssonar, 20. febrúar 1992.
70 DV, 19. febrúar 1992, bls. 32.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 29