Saga - 2013, Page 33
þegar hún taldi að Úkraínumaðurinn John Demjanjuk væri „Ívan
grimmi“, sem var fangavörður í Treblinka-útrýmingarbúðunum.77
Ummæli beggja ráðherra voru þó fyrstu vísbendingar um að ríkis-
stjórnin hygðist ekki eiga frumkvæði að því að hefja rannsókn á
máli Miksons.
Eðvald Hinriksson vísaði öllum ásökununum á bug. Eins og árið
1961 skipti mestu máli að hann yrði ekki framseldur, þótt engin slík
krafa hefði komið frá Simon Wiesenthal-stofnuninni eða ísraelskum
stjórnvöldum. Í augum hans var þetta þriðja atlagan að honum.
Fyrst hefði hann verið borinn þeim sökum í Svíþjóð árið 1944–1945
að hafa tekið þátt í stríðsglæpum, en verið hreinsaður af ákærunum.
Árið 1961 hefði hann sætt ofsóknum vegna skrifa Þjóðviljans. Og nú
kæmu ásakanirnar frá gyðingum. Hann hélt sig við þá skýringu sem
hann hafði gefið í upphafi: Hann byggi yfir miklum upplýsingum
um atburði í Eistlandi og valdarán kommúnista. Hann neitaði því
að hafa starfað í „útrýmingarbúðum“ í Tartu; hann hefði aldrei gefið
fyrirmæli um handtöku gyðinga eða staðið að fjöldamorðum á
gyðingum í Tallinn. Bætti hann því við að gyðingamorðin hefðu
ekki hafist fyrr en árið 1942,78 en það var rangt, enda höfðu allir þeir
gyðingar sem ekki voru þá flúnir til Sovétríkjanna verið teknir af lífi
árið 1941. Loks kvaðst hann aldrei hafa starfað með Þjóðverjum.
Í sameiginlegri yfirlýsingu Eðvalds og sonar hans, Atla Eðvalds -
sonar, nokkrum dögum síðar var því haldið fram að fjölmiðlar
hefðu farið offari í þessu máli. Þar var fyrst bent á aldur hans: „Það
er mikil andleg raun fyrir áttatíu og eins árs mann að standa and-
spænis þessum ásökunum og fá yfir sig her fréttamanna og ljós-
myndara allra fjölmiðla í landinu“. Síðan var vísað til „réttarhalda“
í Svíþjóð, þar sem Eðvald hefði verið sýknaður af öllum ásökunum
um stríðsglæpi. Loks var hamrað á þjóðhollustu hans. Hann hefði
fram að hernámi Þjóðverja leitast við að koma upp um útsendara og
njósnara Rússa og Þjóðverja, auk þess sem hann hefði unnið „fyrst
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 31
77 Hæstiréttur Ísraels sneri við dómi undirréttar um dauðadóm yfir Demjanjuk á
þeirri forsendu að hann væri ekki „Ívan grimmi“. Hann var hins vegar dæmd-
ur af þýskum dómstóli árið 2011 fyrir glæpi í starfi sínu sem fangavörður í
Sobibor-fangabúðum. Hann var áfrýjaði dómnum en lést áður en niðurstaða
fékkst í málið. Sjá t.d. Vef. New York Times, 17. mars 2012, http://www.nyti
mes.com/2012/03/18/world/europe/john-demjanjuk-nazi-guard-dies-at-
91.html?pagewanted=all&_r=0, 1. mars 2013.
78 Sjá Tíminn 19. febrúar 1992, bls. 3.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 31