Saga - 2013, Síða 34
og síðast fyrir föðurland sitt“ og að „frelsun landsins“.79 Og eins og
árið 1961 treysti hann á að ráðamenn kæmu honum til aðstoðar.
Hann orðaði það svo: „Barátta mín hefur verið erfið en ég er íslensk-
ur ríkisborgari og ég treysti á íslenska réttarríkið. Bjarni Benedikts -
son sagði mér að það kæmi aldrei til þess að rússnesk dómsmál geti
náð til Íslendinga og ég vona, að Davíð [Oddsson] sem er lögfræð -
ingur láti réttlætið ráða“.80 Vandamálið var að nú var ekki unnt að
nota andkommúnisma til að grafa undan málstað andstæðinganna
eins og á kaldastríðstímanum.
Auk þess var Eðvald illa undirbúinn undir þann mikla fjölmiðla-
áhuga sem mál hans vakti. Enda mátti greina mótsagnir í máls-
vörninni. Hann hafði ekki verið hreinsaður af ákærum í Svíþjóð;
hann hafði skrifað undir handtökuskipanir á hendur gyðingum og
hann hafði starfað með Þjóðverjum. Hann kvaðst ekki hafa vitað um
Ruth Rubin fyrr en nafn hennar hefði verið nefnt í Þjóðviljanum árið
1961,81 en hann þekkti þó föður hennar, Alexander Rubin, sem var
þekktur kaupmaður í Tallinn.82 Staðreyndin er sú að hann sjálfur
undirritaði handtökuskipun á hendur Rubin fyrir „grun um þátt-
töku í starfi kommúnista“.83 Hann benti réttilega á að hann hefði
alltaf barist gegn kommúnistum og vísaði til þess að hann hefði
handtekið útsendara þeirra sem og nasista. En hér var hann ekki að
ræða um reynslu Eista í síðari heimsstyrjöld, eins og halda mætti,
heldur „valdaránstilraunina“ árið 1935. Ekkert hefur komið fram
sem sýnir að hann hafi barist gegn Þjóðverjum, eins og hann fullyrti,
eftir hernám Rússa árið 1940 eða Þjóðverja árið 1941.
Mikson stóð þó ekki einn í þessari baráttu. Á þessum tíma var
eistneskum stjórnvöldum í mun að slá skjaldborg um þá sem höfðu
barist gegn kommúnistum á hernámstímanum. Eistneska utanríkis -
ráðuneytið sá ástæðu til að gefa út yfirlýsingu vegna málsins, þar
sem því var haldið fram að Mikson væri ekki sekur „um neina
glæpi, allra síst gagnvart þjóð gyðinga“. Tók ráðuneytið upp sömu
málsvörn og Mikson: Hann hefði búið yfir mikilvægum upplýsing-
valur ingimundarson32
79 Morgunblaðið 22. febrúar 1992, bls. 4.
80 Morgunblaðið 19. febrúar 1992, bls. 21.
81 Tíminn 19. febrúar 1992, bls. 3.
82 Sjá Pressan 8. október 1992, bls. 16.
83 Sjá skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 40.50. 16-b, hand-
tökuskipun undirrituð af Mikson, 25. september 1941. Stöð 2 birti einnig ljósrit
af þessu skjali í fréttaflutningi sínum af málinu.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 32