Saga - 2013, Page 35
um vegna yfirheyrslna hans yfir Säre. Yfirmenn sovésku leyniþjón-
ustunnar hefðu óttast að Säre hefði komið upp um starfsemi þeirra
í Eistlandi og á Norðurlöndum. „Af þessum sökum hafa rússneskir
embættismenn blásið upp hneyksli í kringum herra Mikson og kraf-
ist framsals hans bæði frá Svíþjóð og Íslandi“.84 Þannig skelltu Eistar
skuldinni á Rússa — sem áttu engan þátt í að hreyfa við málinu eftir
lok kalda stríðsins og höfðu ekki farið fram á framsal Miksons frá
Íslandi — í stað þess að beina spjótum sínum að Simon Wiesenthal-
stofnuninni. Dómsmálaráðuneyti Eistlands gaf í framhaldinu Mik -
son færi á því að láta eistneskan dómstól skera úr um það hvort
hann væri sekur.85
Ritstjóri Eesti Express, þar sem viðtalið við Mikson hafði birst
fyrst, tók undir þetta sjónarmið. Hann gerði ekki aðeins yfirheyrsl-
urnar yfir Säre að aðalatriði heldur taldi það ekki eftir sér að hrósa
öryggislögreglunni í Eistlandi með því að segja að hún hefði „yfir-
leitt haft gott orð á sér“.86 Og eistneskur sagnfræðingur, sem átti
sæti í þingnefnd sem rannsakaði samstarf Eista við hernámsyfirvöld
Þjóðverja og sovésk yfirvöld í Eistland, taldi að skjöl í ríkisskjala-
safninu í Tallinn um mál Miksons gæfu hvorki tilefni til rannsókn-
ar né annarra réttarhalda yfir honum. Hann viðurkenndi reyndar að
margar handtökuskipanir með undirskrift Eðvalds væri þar að finna
en engar aftökuskipanir. Þótt Mikson hefði látið handtaka gyðinga
sem teknir voru af lífi nægði það ekki til að sakfella hann. Í lagaleg-
um skilningi væri hægt að ákæra hann fyrir samstarf við Þjóðverja
og fyrir að hafa fyrirskipað handtöku gyðinga, en það yrði varla gert
vegna fjölda svipaðra mála.87 Andúðin gegn Sovét mönnum var svo
sterk í Eistlandi að enginn áhugi var á því að vekja upp „fortíðar-
drauga“ um ofbeldi gegn kommúnistum eða gyð ingum.
Varnarviðbrögð íslenskra og eistneskra stjórnvalda drógu ekki
úr Zuroff, sem var ákveðinn í að þrýsta á um opinbera rannsókn
málsins.88 En ýmislegt stóð í veginum. Mikson hafði ekki framið
neina glæpi á Íslandi og verið löghlýðinn ríkisborgari. Það kom
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 33
84 Morgunblaðið 20. febrúar 1992, bls. 52.
85 Sama heimild, bls. 26–27.
86 Sama heimild, bls. 29.
87 Morgunblaðið 4. mars 1992, bls. 2. Þessar upplýsingar blaðsins voru fengnar úr
fréttum Ríkissjónvarpsins kvöldið áður.
88 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 10.10. 4, bréf, Efraim
Zuroff til Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra, 23. febrúar 1992.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 33