Saga - 2013, Page 37
skýrslunni í mars 1992 í íslenskri þýðingu. Þar kemur fram að
Mikson hafi sagst hafa tekið þátt í gyðingamorðum:
Þeir sögðu að það væru varla neinir gyðingar eftir í Eistlandi. Aðeins
hópur ungra kvenna og barna sem hefðu verið lokuð [svo] inni í ein-
angrunarbúðum í Arkna. Allir karlmenn af gyðingaættum hafa verið
skotnir. Þegar Tartú-borg hafði verið tekin voru 2.600 kommúnistar og
gyðingar skotnir. Í Tartú lést mikill fjöldi gyðingabarna úr hungri.
Tveimur dögum áður en ég fór aftur til Finnlands sagði Mikson mér að
daginn eftir yrði komið með nokkra tugi aldraðra gyðingakvenna í
Aðalfangelsið í Tallinn; annar lögreglumaður sagði að þeim yrðu gefin
„sætindi“. Báðir sögðu þeir að svo gamlir gyðingar væru ekki lengur
til gagns í heiminum. Þeir sögðu mér ekki hvað orðið „sætindi“ þýddi,
en ég giska á að þessir gyðingar hafi verið skotnir nokkrum dögum
síðar. Mikson sagði nefnilega að sama morgun og ég heimsótti
Aðalfangelsið síðast hefðu þeir farið með áttatíu gyðinga á vörubílum út
í skóg, skipað þeim að krjúpa á kné á skurðarbarmi og skotið þá aftan
frá.92
Þessar ásakanir um stríðsglæpi voru mjög skaðlegar Mikson. Hann
minnist á heimsókn Viherluotos í ævisögu sinni, en ekki út af þeim
heldur í samhengi við þau ummæli Säres að Viherluoto væri „fylli-
bytta“ og njósnari Sovétmanna.93 Áreiðanleiki skýrslu Viherluotos
er ekki hafinn yfir allan vafa. Eftir að Finnar töpuðu Vetrarstríðinu
áttu Sovétmenn greiðan aðgang að finnsku öryggislögreglunni.
Hins vegar staðfesti Viherluoto sjálfur eftir síðari heimsstyrjöld að
hafa skrifað skýrsluna. Auk þess notuðu Sovétmenn hana aldrei til
að koma höggi á Mikson. Eftir að Pressan birti útdráttinn svaraði
Eðvald ekki beint þeim staðhæfingum sem þar komu fram, en Atli
Eðvaldsson vísaði í ummæli hans um Viherluoto í ævisögunni til að
draga úr trúverðugleika þeirra.94
Í júní 1992 skrifaði Zuroff Davíð Oddssyni bréf, þar sem hann
minnti á að þrír mánuðir væru liðnir frá því að stofnunin hefði farið
fram á að ríkisstjórnin aðhefðist eitthvað í máli Miksons. Vísaði
hann í þau gögn sem stofnunin hafði fengið úr Ríkisskjalasafninu í
Tallinn. Zuroff fór þess á leit við ríkisstjórnina að hún kannaði þess-
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 35
92 Pressan 12. mars 1992, bls. 14. Sjá einnig skjalasafn ríkissaksóknara, mál
Eðvalds Hinrikssonar, 40.40. 3, „Travel Report“ (Olavi Viherluoto) 21. október
1941. Ensk þýðing af skýrslu Viherluotos.
93 Einar Sanden, Úr eldinum til Íslands, bls. 136–137.
94 Pressan 12. mars 1992, bls. 14.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 35