Saga - 2013, Side 38
ar heimildir og óskaði þess með formlegum hætti að eistnesk stjórn-
völd létu af hendi öll þau gögn sem málið varðaði. „Sérhver dagur
sem líður án aðgerða er aðeins glæpamanninum til góða“, skrifaði
hann.95 Í september 1992 fór dómsmálaráðuneytið fram á að Simon
Wiesen thal-stofnunin léti því í té gögn vegna málsins, en þá voru
lög fræð ingar ríkisstjórnarinnar enn að störfum.96 Ljóst var að
Eiríkur og Stefán Már túlkuðu ekki umboð sitt þannig að þeir ættu
að rannsaka hvort Mikson hefði gerst sekur um stríðsglæpi, heldur
hvernig löggjöf og meðferð máls af þessu tagi væri háttað í öðrum
löndum.97
Í áliti sínu, sem var skilað í október, komust þeir að þeirri niður -
stöðu að hvorki væri „rétt né skylt“ að hefja opinbera rannsókn á
málinu, „eins og það liggur fyrir nú“. Ekki kæmi til greina að fram-
selja Mikson til Eistlands, Ísraels eða fyrrverandi Sovétríkja. Þeir
litu heldur ekki svo á að hann hefði brotið íslenska innflytjenda-
löggjöf. Vitnuðu þeir sérstaklega til laga frá árinu 1984 um framsal
sakamanna og aðstoð í sakamálum, þar sem segir að ekki megi
framselja íslenska ríkisborgara til annarra ríkja fyrir meint afbrot
þar. Meint brot Miksons væru öll fyrnd nema manndráp. Megin -
efni skýrslunnar varðaði það hvort hefja ætti opinbera rannsókn
eða málsókn á hendur Mikson hér á landi. Þar kom fram að langt
væri um liðið frá þeim brotum sem hann var sakaður um og gögn
sem sannað eða afsannað gætu meinta sök hans væru því „væntan-
lega flest glötuð“. Einnig væru hugsanleg vitni „sennilega flest lát-
in“. Ekki væri því gerlegt að reyna að sanna eða afsanna sekt í mál-
inu.98
Túlkun málsaðila á skýrslunni var fyrirsjáanleg. Atli Eðvaldsson
leit á hana sem sýknu: Niðurstaða lögfræðinganna sýndi að ásakan-
irnar hefðu alltaf verið úr lausu lofti gripnar.99 Efraim Zuroff deildi
hins vegar hart á hana á þeirri forsendu að lögfræðingarnir gætu
ekki haldið því fram að engin ástæða væri til að efna til gagngerrar
rannsóknar vegna þess að engin sönnunargögn væru fyrirliggjandi.
valur ingimundarson36
95 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 10.10. 5, bréf, Efraim
Zuroff til Davíðs Oddssonar, 10. júní 1992.
96 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 10.10. 7, bréf, Þorsteinn
Geirsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, til Efraims Zuroffs, 7. sept-
ember 1992.
97 Morgunblaðið 23. september 1992, bls. 4.
98 Morgunblaðið 3. október 1992, bls. 48.
99 Morgunblaðið 6. október 1992, bls. 4.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 36