Saga - 2013, Page 41
kommúnistum, en einnig tveimur gyðingakonum.111 Hér var á
ferðinni vitnisburður um mjög alvarlega glæpi sem einnig varð að
skoða í samhengi við aðgerðir Omakaitse gegn Sovétmönnum og
eistneskum samverkamönnum þeirra sumarið 1941, þ.e. áður en
þýska hernámsliðið hafði að fullu tekið yfir stjórn Eistlands. Hins
vegar var ekki unnt að útiloka að KGB hefði beitt harðræði við
vitnatökur, sem græfi þá undan áreiðanleika vitnisburða sem gefnir
voru tuttugu árum eftir að umræddir atburðir áttu sér stað.
Eftir að Zuroff afhenti Hallvarði Einvarðssyni gögnin óskaði
hann eftir því að sérstakur saksóknari yrði skipaður í málinu.112
Honum var einnig í mun að afhjúpa opinbera sjálfsmynd um flekk-
leysi með því spyrja hvort Íslendingar ætluðu að „slást í hóp þeirra
ríkja sem hafa reynt að sjá til þess að svona mönnum séu ekki gefin
grið, að þeir fái ekki að lifa rólegu og friðsömu lífi, heldur séu látnir
gjalda fyrir glæpi sína?“113 Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra
vildi ekki blanda sér í málið og lýsti því yfir að ráðuneytið mundi
ekkert gera nema skoðun ríkissaksóknara á málinu gæfi tilefni til
þess.114 Ásökunum á hendur íslenskum stjórnvöldum um aðgerða -
leysi í stríðsglæpamálum var ekki svarað.
Sú fullyrðing Zuroffs að hann væri ekki fulltrúi ísraelskra stjórn-
valda var rétt, en hann naut engu að síður diplómatísks stuðnings
þeirra. Ríkissaksaksóknari Ísraels hafði komist að þeirri niðurstöðu
að sönnunargögnin nægðu ekki til að hefja málsókn gegn Mikson í
Ísrael eða fara fram á framsal hans. En eftir þrýsting ísraelskra
stjórnvalda ákvað eistneska stjórnin að hætta skilyrðislausri máls-
vörn fyrir Mikson. Mart Laar, forsætisráðherra Eistlands, skipaði tvo
sagnfræðinga við Tartu-háskóla í nefnd sem safna átti gögnum um
stríðsglæpi fylgismanna nasista í seinni heimsstyrjöldinni og einnig
um stríðsglæpi sem framdir voru meðan á hernámi Sovétmanna í
Eistlandi stóð. Þetta hróflaði við þeirri söguskoðun að Sovétríkin
bæru ein ábyrgð á sorgarsögu Eistlands í síðari heimsstyrjöld.115
Hér var því um að ræða kúvendingu hjá eistneskum stjórnvöldum.
Rait Maruste, forseti hæstaréttar Eistlands, viðurkenndi að ekki
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 39
111 Margus Kastehein og Lauri Lindström, „The Activities of E. Mikson in the
Southern Part of Tartu District and in Tallinn in 1941“, bls. 16.
112 Morgunblaðið 3. febrúar 1993, bls. 22.
113 Morgunblaðið 2. febrúar 1993, bls. 20.
114 Sama heimild.
115 Morgunblaðið 4. febrúar 1993, bls. 18.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 39