Saga - 2013, Page 43
Hann ræddi málið óformlega við Davíð Oddsson, en vildi ekki setja
þrýsting á íslensk stjórnvöld. Í opinberum yfirlýsingum sagði hann
þetta mál í höndum dómstóla, ekki stjórnmálamanna121 og að Ísra-
elar bæru fullt traust til réttarkerfisins á Íslandi. Hann lét þó hafa
eftir sér að enn skorti nægileg sönnunargögn í málinu.122 Heimsókn
Peresar var mjög umdeild vegna stefnu Ísraela gagnvart Palestínu -
mönnum. 500 manns mótmæltu á útifundi á Lækjartorgi.123 Jón
Baldvin Hannibalsson ákvað að fara til Grænlands í stað þess að
hitta Peres og nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar hunsuðu
hádegisverðarboð með honum. Ekki var þó reynt að tengja með
beinum hætti Mikson-málið við Palestínumálið að þessu sinni. En
það sem ekki var vitað meðan á heimsókn Peresar stóð var að á
fundi sínum með Davíð skýrði ísraelski utanríkisráðherrann frá
fyrir huguðu Óslóarsamkomulagi við Palestínumenn, sem tilkynnt
var opinberlega stuttu síðar.124
Þeir Jónatan Þórmundsson og Þórir Oddsson öfluðu frekari
skjalaheimilda frá Eistlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum
og heimsóttu löndin í þeirri leit sinni. Þeir höfðu einnig aðgang að
skýrslu sagnfræðinganna tveggja sem Mart Laar hafði fengið til að
rannsaka mál Miksons. Skýrslan var varfærnislega orðuð og reist að
verulegu leyti á eistneskum skjölum sem Zuroff hafði þegar komið
til ríkissaksóknara. Þegar þeir Jónatan og Þórir fóru til Eistlands
komust þeir að því hve málið var pólitískt viðkvæmt og á forræði
æðstu ráðamanna. Beiðni þeirra um tiltekin skjöl var fyrst send til
forseta Eistlands og síðan til forsætisráðherrans áður en þeir fengu
aðgang að þeim. Þótt þeir nytu stuðnings yfirmanns Eistlands -
deildar alþjóðalögreglunnar, Interpol, mættu þeir pólitískum hindr-
unum. Þeim var gert ljóst að þar sem engir samningar væru milli
Íslands og Eistlands um samvinnu í sakamálum þyrfti að fá sérstakt
leyfi fyrir því að taka viðtöl við hugsanleg vitni. Allar slíkar beiðnir
þyrftu að fara diplómatískar leiðir.125 Þessi afstaða var ekki í sam-
ræmi við yfirlýsingar eistneskra stjórnvalda um að vilja upplýsa
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 41
121 Morgunblaðið 24. ágúst 1993, bls. 24.
122 Sama heimild.
123 Morgunblaðið 21. ágúst 1993, bls. 15.
124 Morgunblaðið 1. september 1993, bls. 26.
125 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 10.20. 6, skýrsla (Jóna -
tan Þórmundsson) „Mál Edvalds Hinrikssonar: Áfangaskýrsla um stöðu
rannsóknar og yfirlit yfir næstu aðgerðir“ 2. desember 1993.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 41