Saga - 2013, Síða 45
eftir einn til einn og hálfan mánuð, eins og ráðgert hefði verið. Hins
vegar hefði lát Eðvalds þau áhrif að rannsókninni yrði hætt og sak-
argiftir felldar niður.129
Það var ekki aðeins Zuroff sem reyndi að beita áhrifum sínum. Atli
Eðvaldsson fór fram á það við Þorstein Pálsson í mars 1994 að rann-
sókninni yrði haldið áfram í þeim tilgangi að hreinsa nafn föður hans
og næstu kynslóðir fjölskyldunnar „af hinum ógeðfelldu ásökunum
Simon Wiesenthal-stofnunarinnar“. Mæltist hann til þess að skýrsla
yrði tekin af Einari Sanden, höfundi ævisögu Miksons.130 Ríkis sak -
sóknari taldi hins vegar hvorki lagaheimild né tilefni til að halda rann-
sókninni áfram131 og var dómsmálaráðuneytið samþykkt þeirri túlk-
un.132 Ákvörðuninni um að stöðva rannsóknina varð því ekki haggað.
Eftir þessi málalok var ekki fjallað um Mikson-málið næstu ár.
Það var ekki fyrr en árið 1999 að Atli Eðvaldsson rifjaði það upp í
við tali við Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Djöfullinn sefur aldrei“
og upplýsti að fjölskylda hans hefði fengið morðhótanir. Eins og
Mikson áður taldi Atli að Sovétmenn hefðu sýnt föður sínum eins
mikinn áhuga og raun bar vitni vegna yfirheyrslna hans yfir Säre.
Mikson hefði sagt frá njósnaneti Rússa og vissi hvernig „áróðurs-
maskína þeirra vann“. Og Þjóðverjar vildu refsa honum vegna þess
að hann hefði ekki sagt þeim frá heiðursmannasamkomulagi milli
Japana og Rússa sem gerði þeim kleift að forðast stríð á tvennum
vígstöðvum. Loks fullyrti hann að Lennart Meri, forseti Eistlands,
hefði lofað honum aðstoð við að hreinsa mannorð Eðvalds.133
Efraim Zuroff svaraði fyrir sig í aðsendri grein í Morgunblaðinu:
Eðvald Mikson væri langt frá því að vera fórnarlamb kommúnista -
ofsókna, heldur væri hann nasískur morðingi og samverkamaður.
Síðan taldi hann upp í smáatriðum þau morð og þær nauðganir sem
Mikson var sakaður um að hafa framið. Hann lauk greininni með
þeim orðum að hefði fráfall hans ekki borið að hefði hann mjög lík-
lega verið sóttur til saka á Íslandi fyrir morð. „Í þessu sambandi er
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 43
129 Morgunblaðið 29. desember 1993, bls. 16.
130 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 10.20. 13, bréf, Atli
Eðvaldsson til Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra, 24. mars 1994.
131 Sama heimild, 10.20. 14, bréf, ríkissaksóknari til dóms- og kirkjumálaráðu -
neytis, 2. júní 1994.
132 Sama heimild, 10.20. 15., bréf, dóms- og kirkjumálaráðuneyti til Atla Eðvalds -
sonar, 13. júní 1994.
133 „Djöfullinn sefur aldrei“, Morgunblaðið 3. október 1999, bls. B 6.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 43