Saga - 2013, Side 46
auðveldast að kenna djöflinum sem aldrei sefur. En hvernig skýrir
Atli það, að sakarrannsókn hófst í Reykjavík, en ekki í Moskvu
kommúnismans?“134
Í ljósi þess hve grein Zuroffs var harðorð ákvað Morgunblaðið að
endurbirta í sama blaði yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Eistlands frá
í febrúar 1992, þar sem því var haldið fram að Mikson væri ekki sek-
ur um neina glæpi, síst af öllu gagnvart þjóð gyðinga.135 Morgun -
blaðið hafði verið beinn þátttakandi í málsvörn Miksons árið 1961 en
forðast að taka beina afstöðu með honum þegar málið kom aftur
upp árið 1992. Hins vegar var tilraun blaðsins til að milda áhrif
greinar Zuroffs með þessum hætti misráðin. Ljóst var að mörg ný
gögn höfðu komið fram eftir að yfirlýsingin birtist auk þess sem
eistnesk stjórnvöld höfðu breytt um stefnu í málinu árið 1993, eins
og Morgunblaðið sjálft hafði fjallað um. Og með því að hefja saka-
rannsókn á Íslandi sýndi ríkissaksóknari að hann var ekki reiðu -
búinn að taka undir yfirlýsingu Eista.136
Eftir að Zuroff gerði athugasemdir við ákvörðun blaðsins svar aði
það með því að grípa til svipaðra andkommúnískra raka og það hafði
beitt á kaldastríðstímanum. Ásakanir um morð, nauðganir og mann-
dráp væru ekki daglegt lesefni í blaðinu og þegar þær styddust við
„skýrslur KGB hljóta margvíslegir fyrirvarar að fylgja slíkum
upplýsingum frá vörgum Gulagsins“. Eins og Zuroff benti á hefði
blaðið getað minnst á eistnesk, finnsk og sænsk skjöl í stað þess að
einblína aðeins á KGB-gögnin. En blaðið svaraði að það vildi fara
„gætilega í sakirnar, þegar vegið er að æru fólks, hvort sem það er
ofar moldu eða ekki“ og að í þeim efnum styddist það helst „við játn-
ingar eða dómsniðurstöður“.137 Í augum Zuroffs var vandinn sá að
Morgunblaðið sá þörf á því að standa vörð um minningu Eðvalds
Hinrikssonar og tilfinningar barna hans. Þótt slík kennd væri ef til vill
skiljanleg, væri hún ekki réttlætanleg í ljósi staðreynda málsins.138
Alþjóðleg rannsóknarnefnd undir forsæti finnska sendiherrans
Max Jakobson, sem Lennart Meri hafði sjálfur skipað til að rannsaka
stríðsglæpi í Eistlandi meðan á hernámi Sovétmanna og Þjóðverja
valur ingimundarson44
134 Efraim Zuroff, „Bréf til Morgunblaðsins“, Morgunblaðið 5. nóvember 1999, bls.
62.
135 Morgunblaðið 5. nóvember 1999, bls. 63.
136 Efraim Zuroff, „Enn um mál Eðvalds Hinrikssonar“, Morgunblaðið 17. nóv-
ember 1999, bls. 38.
137 Sama heimild.
138 Efraim Zuroff, „Heiðarleiki dreginn í efa“, Morgunblaðið 28. nóvember 1999.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 44