Saga - 2013, Síða 47
stóð, gróf undan tilraunum til að endurreisa mannorð Miksons. Í
niðurstöðum skýrslu hennar frá árinu 2001 segir að sérstaklega skuli
minnst á eftirfarandi vegna þátttöku í stríðsglæpum: „Ain-Ervin
Mere, Julius Ennok, Ervin Viks og Evald Mikson, sem skrifuðu
undir fjölda tilskipana um dauðadóma“.139 Reyndar hafa engin
gögn fundist sem sýna að Mikson hafi skrifað undir slík skjöl, en
nefndin taldi að þegar tekið væri tillit til allra sönnunargagna bæri
að tengja hann við aftökur.140 Greint var frá niðurstöðum alþjóðlegu
nefndarinnar í íslenskum fjölmiðlum, en umfjöllunin var ekki áber-
andi og nær engin viðbrögð urðu við þeim.141 Zuroff átti síðasta
orðið og vildi vekja athygli „íslensku þjóðarinnar“ á skýrslunni.
Ekki væri lengur unnt að fela mannorð Miksons í skjóli eistneskrar
þjóðerniskenndar eða halda því fram að ásakanir á hendur honum
væru tilbúningur úr smiðju kommúnista. Og hvað Ísland varðaði
sýndi málið mikilvægi þess að ekki væri litið framhjá glæpum hel -
fararinnar.142 Enn á ný vildi hann hnykkja á því að íslensk stjórn-
völd gætu ekki skotið sér undan ábyrgð, þótt stríðsglæpir hefðu
ekki verið framdir á Íslandi.
Niðurstöður
Mál sem tengjast stríðsglæpum — hvort sem er um að ræða saka-
rannsóknir eða réttarhöld — endurspegla oft togstreituna milli ein-
staklingsbundinnar reynslu og opinberra sjálfsmynda þjóða. Hin
sjálfsævisögulega frásögn Miksons þjónaði ekki aðeins þeim per -
sónulega tilgangi hans að réttlæta gerðir sínar í síðari heimsstyrjöld,
heldur var hún reist á víðari samfélagslegum og hugmyndafræði-
legum viðmiðunum. Sem eistneskur þjóðernissinni setti hann lífs-
hlaup sitt í beint samhengi við sögu Eistlands, sem væri fórnarlamb
sovéskrar kúgunar. Sú fegraða mynd sem hann dró upp af Eistlandi
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 45
139 Sjá „Conclusions: Report of the Estonian International Commission for the
Investigation of Crimes against Humanity. Phase II — The German Occupa -
tion of Estonia, 1941–1944“.
140 Bréf. Estonian Foundation for the Investigation of Crimes against Humanity
(Meelis Maripuu) til Vals Ingimundarsonar 24. september 2004.
141 Sjá Morgunblaðið 20. júní 2001, bls. 22. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifa -
fræðingur, vakti einnig máls á niðurstöðunum í „Eistneska skýrslan“, DV 12.
júlí 2001, bls. 14.
142 Efraim Zuroff, „Sannleikurinn lítur loksins dagsins ljós“, Morgunblaðið 29.
júní 2001, bls. 32.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 45