Saga - 2013, Page 50
saman í tengslum við réttarhöldin árið 1961; (c) eistneskar lög-
regluskýrslur frá árinu 1941; (d) skýrsla finnska lögreglumannsins
frá árinu 1941; (e) vitnisburðir Eista í réttarhöldum yfir meintum
þýskum stríðsglæpamönnum sem fóru fram í Þýskalandi á 7. ára-
tug 20. aldar. Flestir vitnisburðir gegn Mikson í Svíþjóð voru byggðir
á orðrómi, jafnvel þótt sumir flóttamanna segðust hafa verið sjónar-
vottar að misþyrmingum og þjófnaði. Sumar alvarlegustu ásakan-
irnar um morð sumarið 1941 komu aftur fram í vitnisburðum vegna
réttarhaldanna árið 1961. Tvö vitni gáfu t.d. sams konar lýsingu á
því að Mikson hefði myrt þriðja hvern fanga í uppröðun.145 KGB-
skjölin eru gölluð sökum þess að framburður vitna byggðist á leið -
andi spurningum og hugsanlega þrýstingi, vegna þess að réttar-
höldin þjónuðu ekki síður pólitískum en réttarfarslegum tilgangi.
Samt er engin ástæða til að hafna þeim sem uppspuna, enda hefur
verið tekið mark á KGB-skjölum í vestrænum réttarhöldum yfir
stríðsglæpamönnum.146 Skýrsla Viherluotos var mjög skaðleg fyrir
Mikson þar sem hún tengir hann með beinum hætti við morð á
gyðingum. Eins og áður hefur komið fram er skýrslan aðeins til í
afriti og frekari gögn í tengslum við hana liggja ekki fyrir. Í vestur -
þýskum réttarhöldum yfir stríðsglæpamönnum á sjöunda áratugn-
um sökuðu tveir eistneskir lögreglumenn hann um glæpi. Annar
þeirra kvaðst hafa séð skýrslu um handtöku Miksons árið 1941 sem
sýndi að hann hefði tekið þátt í ólöglegum aftökum á Eistum. Hinn
staðhæfði að hann hefði stolið verðmætum af föngum.147 Alþjóðlega
nefndin sem rannsakaði stríðsglæpi í Eistlandi komst að þeirri
niðurstöðu að Mikson væri sekur, eins og áður sagði, á grundvelli
þeirra gagna sem hér hafa verið nefnd og tengdu hann við stríðs -
glæpi. Hvort þau hefðu nægt til sakfellingar hefði þó aðeins komið
í ljós fyrir dómi.
Hér hefur verið rakið hvernig Simon Wiesenthal-stofnuninni
tókst að fá dómsyfirvöld á Íslandi og stjórnvöld í Eistlandi til að
rannsaka Mikson-málið. Enn fremur má ætla að umfjöllun íslenskra
valur ingimundarson48
145 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 10.50. 2. 3; vitnisburð -
ur Johannes Sooru 8. júní 1961; sama heimild, 40.30, 3, vitnisburður Eik Varep
2. febrúar 1945.
146 Sjá t.d. viðtal við þýska saksóknarann Alfred Streim í Morgunblaðinu 6. febrú-
ar 1992 um áreiðanleika gagna KGB í tengslum við stríðsglæparéttarhöld.
147 Landesarchiv Baden-Württemberg — Staatsarchiv Ludwigsburg, Bestand EL
317III Bue 782, vitnisburðir, Ewald Piirisild, 3. október 1968 og Karl Toom, 12.
nóvember 1968.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 48