Saga - 2013, Page 52
hafði það góð áhrif á ísraelsk stjórnvöld eins og yfirlýsingar Peresar
í heimsókn hans til Íslands sýna. Hins vegar átti hann ekki frum -
kvæði að því að hefja rannsókn á máli Miksons, og það hentaði
Eistum. Eistnesk stjórnvöld vildu heldur ekki spilla samskiptum
sínum við Ísrael. Ákvarðanir um að veita Zuroff aðgang að gögnum
um Mikson-málið og setja á fót alþjóðlega nefnd til að rannsaka
ásakanirnar eru dæmi þess. En sú staðreynd að Eistar sýndu ekki
fullan samstarfsvilja gagnvart íslenskum rannsakendum sýnir að
þeim var umhugað um að hafa pólitíska stjórn á Mikson-málinu,
þótt það kæmi niður á rannsóknarhagsmunum.
Í ljósi þess hve Mikson-málið var gagnsýrt pólitískum hags-
munum á öllum stigum má spyrja hvort það hafi eitthvert fordæmis-
eða endurreisnargildi. Þýski heimspekingurinn Walter Benjamin
taldi að umbreyting sögunnar gæti leitt til umbreytingar framtíðar-
innar. Minnið þjónaði þeim tilgangi að lagfæra „söguna“ sem væri
alltaf ófullgerð. Með því að halda henni opinni væri verið að koma í
veg fyrir þöggun. Ekki væri unnt að bæta fórnarlömbum skaðann,
en með því að halda minningu þeirra á lofti stuðluðu menn að ein-
hvers konar afturvirku réttlæti.148 Mikson-málið snerist þó ekki um
neina sjálfssprottna þörf til að endurmeta það — hvorki á Íslandi né
í Eistlandi. Það bar ekki aðeins vott um viljaleysi stjórnvalda til að
takast á við það á eigin forsendum, heldur var reynt að nota það
sem vopn í pólitískri hugmynda- og hagsmunabaráttu. Pólitísk
viðmiðaskipti og erlendur þrýstingur leiddu til þess að brugðist var
við að lokum: Eistnesk stjórnvöld komu á fót alþjóð legri sannleiks-
nefnd og ríkissaksóknari ákvað að hefja sakamálarannsókn á Ís -
landi. Niðurstaða sannleiksnefndarinnar um sekt Miksons vakti hins
vegar enga athygli á Íslandi. Málið féll aftur í „gleymsku“ vegna
þess að enginn áhugi var á því endurvekja þær minningar sem
tengdust því. Og margt bendir til þess að ráðandi söguskoðun í
Eystrasaltsríkjunum eftir lok kalda stríðsins hafi endur heimt fyrri
styrk. Eistar urðu að takast á við fortíðarvanda sinn til að geta náð
valur ingimundarson50
148 Esther Leslie gerir góða grein fyrir þessari hugsun í umfjöllun sinni um
Walter Benjamin. Sjá „Sigfried Kracauer and Walter Benjamin: Memory from
Weimar to Hitler“, Memory: Histories, Theories, Debates. Ritstj. Susannah Rad -
stone og Bill Schwarz (New York: Fordham University Press 2010), bls.
134–135. Sjá einnig Walter Benjamin, „On the Concept of History“, Walter
Benjamin: Selected Writings, 1938–1940, 4. bindi. Ritstj. Howard Eiland og
Michael J. W. Jennings (Cambridge, Mass.: Harvard University Press 2003),
bls. 389–400.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 50