Saga - 2013, Síða 56
atburðir sem urðu á Alþingi Íslendinga með yfir 80 ára millibili.
Báðir mörkuðu spor í sögu baráttunnar fyrir kvenréttindum og
báðir fólu í sér kröfu kvenna um samfélagslega hlutdeild og þátt-
töku í opinberu lífi. Sá fyrri varð er fyrsta konan sem tók sæti á
Alþingi Íslendinga, Ingibjörg H. Bjarnason, flutti tillögu „til þings -
ályktunar um skipun opinberra nefnda“. Tillagan var sett fram árið
1927, í framhaldi af áskorun almenns kvennafundar í Reykjavík í
mars það sama ár, og hljóðaði svo:
Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að sjá svo um, að færar konur fái
sæti í hinum ýmsu nefndum, sem skipaðar kunna að verða í ýms mikils-
varðandi mál, er varða almenning, hvort sem það eru milliþinganefndir
eða aðrar fastar nefndir, t.d. í öll fræðslumál, heilbrigðismál, byggingar-
mál (opinberra bygginga, svo sem skóla, sjúkrahúsa o.fl.), fátækramál,
atvinnumál, tollmál, móttökunefndir við hátíðleg tækifæri o.s.frv.2
Síðari atburðurinn átti sér stað tveimur árum eftir hrun íslenska fjár-
málakerfisins árið 2008, en í apríl 2010 bar svo við að kynjakvóti var
lögleiddur í stjórnum hlutafélaga í atvinnulífinu. Var frumvarpið á
eftir farandi veg:
Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en
50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í
stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn
eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé
ekki lægra en 40%.3
Hér verður fjallað um þá hugmyndafræðilegu strauma sem lágu til
grundvallar þessum kröfum með því skoða lagasetningar, þingum -
ræður og almenn sjónarmið og greina að hvaða leyti sé að finna hlið -
stæður í umræðunni milli umbreytingaskeiða í sögu kvenfrelsis á
þessu tímabili. Þar verður sjónum beint að þátttöku kvenna í opinberu
lífi, annars vegar í opinberum nefndum, ráðum og stjórnum og hins
vegar á vinnumarkaði. Sér stakt markmið greinarinnar er að skoða
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.54
2 Alþingistíðindi 1927 A, d. 458. Sjá einnig „Áskoranir til Alþingis“, 19. júní, apríl
1927, d. 49.
3 Sambærilegt ákvæði var sett um einkahlutafélög. Breytingartillögur við frv. til l.
um breyt. á l. um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (eignarhald, kynja-
hlutföll og starfandi stjórnarformenn) frá 1. minni hluta viðskiptanefndar
(LMós, MSchr, ArndS, VBj). Sjá Vef. Alþingi. Hlutafélög og einkahlutafélög
(eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn). 71. mál lagafrumvarp.
Lög nr. 13/2010, 138. löggjafarþing 2009–2010, http://www.althingi.is/dba-bin
/ferill.pl?ltg=138&mnr=71, 21. janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 54