Saga - 2013, Page 57
hvernig umræðan um kyn, rétt til opinberrar þátttöku og almenna
færni eða hæfni virðist fela í sér innbyggða þversögn þegar konur eiga
í hlut. Svo virðist sem „hæfni“ hafi ekki tekið mið af eiginleikum sem
teljast kvenlegir. Á hinn bóginn er hæfni eða færni ákveðið meginatriði
þegar möguleikar einstaklingsins til þátttöku í opinberu lífi eru metn-
ir. Við höldum því fram að þessi þversögn hafi verið grundvallarþátt-
ur í baráttu íslenskra kvenna fyrir samfélagslegum réttindum á öllu
því tímabili sem hér er til umræðu. Við teljum einnig að umræðan í
upphafi 20. aldar hafi einkennst af mæðrahyggju og húsmóðurhug -
mynda fræði, þar sem kyn og sér staða kvenna var í forgrunni. Allt það
tímabil sem skoðað er togast á sérstöðurök og jafnræðisrök og
afleiðingin er hugmyndaleg þverstæða sem reynst hefur illleysanleg.
Síðustu áratugina hefur baráttan verið háð í andrúmslofti frjálshyggju
og einstaklingshyggju þar sem jafnræði er grundvallaratriði.
„Jafnræði“ eða „sérstaða“
Til að greina ofangreinda þversögn munum við beita hugtakaparinu
„jafnræði“ og „mismunur“ (equality og difference) en það hefur leikið
lykilhlutverk í sögu kvenréttindanna og rannsókna á kvenréttinda-
stefnunni. Kvenréttindakonur hafa allt frá upphafi barist fyrir kven-
réttindum á tvenns konar forsendum, á grundvelli „jafn ræðis“ ann-
ars vegar og „mismunar“ eða „sérstöðu“ hins vegar.4 Hugtakið
vísar þannig til togstreitu í afstöðu til kvenna sem hefur gengið eins
og rauður þráður gegnum sögu kvenréttindamálsins. Annars vegar
„færar konur“ 55
4 Sjá Joan W. Scott, Only Paradoxes to Offer. French Feminists and the Rights of Man
(Cambridge: Harvard University Press 1996), bls. ix–x; Nancy F. Cott, The
Grounding of Modern Feminism (New Haven: Yale University Press 1987), bls.
5–6, 19, 50; Ida Blom, „Nation – Class – Gender. Scandinavia at the Turn of the
Century“, Scandinavian Journal of History 21: 1 (1996), bls. 6. Bandaríski sagn-
fræðingurinn Nancy Cott ræðir rætur þessa og segir: „That feminism is a theo-
ry about equality appears most visibly in its goal; as many have argued, femi-
nism can be seen as a demand to extend to women the individualistic premises
of the political theory of liberalism. A cardinal aim has been to end „specializa-
tion by sex,“ … that is, to … allow them [women] individual choices … Yet fem-
inism is also a theory about sexual difference, as can be seen in its method of
mobilization, for it posits that women, as women, will feel the collective griev-
ances to push forward toward equality. As much as feminism asserts the female
individual — by challenging delimitation by sex … pure individualism negates
feminism because it removes the basis for women’s collective self-understand-
ing or action.“ Nancy Cott, The Grounding of Modern Feminism, bls. 6.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 55