Saga - 2013, Qupperneq 58
hefur konum verið lýst sem manneskjum almennt, ef svo má að orði
komast. Á hinn bóginn hefur verið lögð áhersla á að þær væru
„öðru vísi“ manneskjur sem hefðu sérstakt samfélagslegt hlutverk
og séreiginleika.5
Tvíræðni þessi á djúpar rætur í sögu kvenréttindamálsins en kven -
réttindastefnuna má skoða sem kröfuna um að frjálslyndisstefna og
einstaklingshyggja nútímans skyldi einnig ná til kvenna. Þetta var
fjarri því að vera einföld krafa, eins og ýmsir sagnfræðingar hafa fjallað
um. Meðal þeirra er bandaríski sagnfræðingurinn Joan Scott, en hún
hefur rannsakað hin sterku tengsl einstaklingshyggjunnar við hið karl-
lega og sýnt fram á hvernig þau tengsl áttu þátt í að móta hugmyndina
um konur sem sérstaka tegund og hið kvenlega sem „öðruvísi“. Þver -
stæða einstaklingshyggjunnar var sú að einstaklingurinn, eða hinn
pólitíski þegn sem steig fram á sjónar svið sögunnar á 18. og 19. öld,
var táknaður í gervi karlmanns og stjórnmálasaga nútímans hefur t.d.
að verulegu leyti snúist um sögu hans („his-story“).6
Hugmyndafræði frjálslyndisstefnunnar, reist á hugmyndum um
frelsi og sjálfstæði einstaklingsins, veitti konum engu að síður tæki-
færi til að endurskoða hefðbundna stöðu sína í samfélaginu og líta á
sig einmitt sem „einstaklinga“ með tilkall til borgaralegra réttinda,
rétt til valda og áhrifa og starfa á hvaða sviði sem væri. „Jafnræði“ var
grundvöllur þessarar kröfu en meginröksemdafærsla kvenréttinda-
kvenna var að líffræðilegt sköpulag kvenna hefði ekki áhrif á mögu-
leika þeirra til að vera virkar í opinberu lífi og stjórnmálum og að kon-
ur væru jafnokar karla. Þannig er ljóst að sjálf merking kvenleikans
skipti miklu máli í baráttu kvenna fyrir því að teljast pólitískir þegnar
og gerendur og fullkomnir jafningjar karla. Á dýpra plani snerist
kvenréttindabaráttan um mótun hinnar kvenlegu sjálfsveru.7 Árið
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.56
5 Nancy Cott, The Grounding of Modern Feminism, bls. 19; Bente Rosenbeck,
Kroppens politik. Om køn, kultur og videnskab (Kaupmannahöfn: Museum
Tusculanum 1996), bls. 51–53; Joan Scott, Only Paradoxes to Offer, bls. x.
6 Joan Scott, Only Paradoxes to Offer, bls. 1–18. Sjá einnig Leonore Davidoff,
„„Adam Spoke first and Named the Orders of the World“: Masculine and
Feminine Domains in History and Sociology“, Gender and History in Western
Europe. Ritstj. Robert Shoemaker og Mary Vincent (London: Arnold 1998), bls.
85–100. Hinn „karllegi einstaklingur“ í þessari umfjöllun vísar til hvítra karla af
millistétt.
7 Sjá Christina Florin, „Män som strategi. Rösträttskvinnornas informella vägar till
det politiska medborgarskapet“, Än män då? Kön och feminism i Sverige under 150
år. Ritstj. Yvonne Svanström og Kjell Östberg (Stokkhólmur: Atlas 2004), bls. 53.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 56