Saga - 2013, Side 59
1900 var þetta t.d. rætt mjög vafningalaust í kvenna blaðinu Fram -
sókn og því alfarið hafnað „að hugsun, vilji og tilfinningasvæði kon-
unnar væri allt annað, og ætti að vera allt annað, en mannsins“, en á
þeim forsendum hefði þeim verið neitað um almenn réttindi. Mark -
mið kvenréttindabaráttunnar hefði þvert á móti verið að sýna „að
allir þeir eiginleikar, sem gera manneskjuna hæfa til þess að neyta
mannlegs frelsis og mannlegra réttinda … séu sameiginlegir manni
og konu, að það, sem skilur milli manneskjunnar og dýrsins, sé
báðum sameiginlegt, eigi að eins nokkur hluti þess, heldur allt.“8
Á sama tíma var kvenréttindastefnan þó byggð á kynjamismun
og „sérstöðu“, því sjálf forsenda hennar var að konur berðust fyrir
jafnrétti einmitt í nafni kyns síns. Ríkjandi hugmyndir um kven-
leikann og hlutverk kvenna voru þannig að hluta til grundvöllur
kvenréttindabaráttunnar. Þannig héldu konur því fram að hinir
kvenlegu eiginleikar, sem þær hefðu fram yfir karlmenn, réttlættu
kröfu þeirra um opinber áhrif. Og rannsóknir á þessu sviði sýna að
konur beittu þessum rökum sitt á hvað. Þær sögðu annars vegar að
konur væru gæddar sömu andlegu eiginleikum og karlmenn og
ættu því að njóta sömu möguleika í lífinu. Hins vegar héldu þær því
fram að kvenlegir séreiginleikar veittu þeim forskot á sumum
sviðum og t.d. var því oft haldið fram að konur hefðu siðferðislega
yfirburði yfir karlmenn.9
Tvennt skiptir meginmáli varðandi jafnræðis- og sérstöðu orð -
ræðuna. Í fyrsta lagi var vísað til þess hvernig hin kvenlega sjálfs-
vera væri innréttuð. Var þá átt við kynjamun, og þá ekki eingöngu
hinn líkamlega heldur hvort hann næði til sálarlífsins einnig. Sömu -
leiðis var rætt um hvort líta bæri á hann sem meðfæddan eða áunn-
inn. Þá snerist orðræðan um þær þjóðfélagslegu afleiðingar sem
kvenleikinn hefði í för með sér. Átti að veita konum réttindi á
grund velli „jafnræðis“ kvenna eða fremur vegna „sérstöðu“ þeirra?
Eða var gerð eða eðli hinnar kvenlegu sjálfsveru sönnun þess að
„færar konur“ 57
8 Framsókn 6. árg. 3. tbl. (mars 1900), bls. 10. [„Um hvað eiga konur að hugsa?“]
9 Nancy Cott, The Grounding of Modern Feminism, bls. 19; Joan Scott, Only Para -
doxes to Offer, bls. ix–x. En Scott bendir á að vegna þess hversu ríkjandi sér -
stöðuhugmyndirnar voru hafi konur tæplega haft um annað að velja en að nýta
þær í baráttunni. Aftur á móti gerðu þær hvað þær gátu til að hafna neikvæðum
hliðum þeirra eins og t.d. skorti á rökvísi og skynsemi. Gott yfirlit yfir flóknar
hugmyndafræðilegar og félagslegar rætur þessara hugmynda er að finna í
Sidsel Vogt, Kvinnenes socialhistorie. Kvinnesyn og kvinneliv i England, Frankrike og
USA ca. 1650–1920 (Ósló: Universitetsforlaget 1991), bls. 65–104.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 57