Saga - 2013, Qupperneq 62
aftur á móti ekki eins vel fyrir íslensku þjóðina í heild; hún átti við
mikla erfiðleika að stríða á þessum tíma, atvinnuleysi, húsnæðisekla
og verðbólga, auk skorts á eldsneyti, matvælum og byggingarefni,
léku hana grátt. En konurnar voru stórhuga og ætluðu sér að vera
með í baráttunni fyrir bættu þjóðfélagsástandi. Bríet Bjarnhéðins -
dóttir skrifaði í Kvennablaðið í febrúar 1917 að alls staðar „í Norður -
álfunni“ — nema á Íslandi — sætu konur í dýrtíðar- og bjargræðis-
nefndum, tekið væri tillit til þess að þær hefðu „betur vit á slíkum
efnum“ en karlar og taldi hún þá þekkingu sprottna af vinnu
kvenna á heimilinu. „Það er að eins á Íslandi sem karlmennirnir
ætla sér bezta og mesta vitið og þekkinguna í þeim efnum.“15 Í
svipaðan streng tók Inga Lára Lárusdóttir: „Afkoma þjóðarinnar á
þessum vandræða tímum er mjög undir stjórnsemi og hagsýni
húsmæðranna komin, hvort þær eru hátt eða lágt settar, stjórna
stóru eða litlu heimili. Dýrtíðin drepur á hverjar einustu dyr“.16
Sumarið 1917 safnaðist „á þriðja hundrað kvenna“ saman á fundi
sem Kvenréttindafélag Íslands efndi til í Bárubúð vegna þessa máls.
Á fundinum var staða kvenna í dýrtíðarnefndum á Íslandi rædd og
er skemmst frá því að segja að krafa fundarins var að slíkar nefndir
yrðu framvegis skipaðar báðum kynjum. Var áskorun þess efnis
samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og send bæði til stjórn-
valda og bæjarstjórnar Reykjavíkur. Hljóðaði hún á þessa leið:
Fundurinn mótmælir þeirri ráðstöfun landsstjórnar og bæjarstjórnar að
ganga fram hjá konum við skipun dýrtíðarnefnda, og skorar á þessi
stjórnvöld að bæta tveimur konum við í verðlagsnefnd, matarnefnd og
húsaleigunefnd, hverja fyrir sig. Sömuleiðis að verði fleiri nefndir
skipaðar í dýrtíðarmálum, þá verði þær hlutfallslega jafnt skipaðar
konum og körlum …17
Stjórn KRFÍ lét ekki þar við sitja heldur skrifaði Bjargráðanefnd
Alþingis einnig bréf þar sem segir: „Vér konur höfum furðað oss
mjög á því að í öllum dýrtíðarráðstöfunum Alþingis, landsstjórnar og
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.60
Kvinders adgang til uddannelse og erhverv 1857–1995, http://www.kvin
fo.dk/side/342/, 21. janúar 2013; Med kjønnsperspektiv på norsk historie. Fra
vikingtid til 2000 årsskiftet. Ritstj. Ida Blom og Sølvi Sogner (Ósló: Cappelen
1999), bls. 189, 275; Ártöl og áfangar, bls. 19, 32–39 og 69.
15 Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Sparsemi“, Kvennablaðið 23. árg. 3. tbl. (mars 1917),
bls. 21–22.
16 19. júní 1. árg. 8. tbl. (ágúst 1917), bls. 10. [„Bezt að búa að sínu“].
17 Kvennablaðið 23. árg. 7. tbl. (júlí 1917), bls. 41 [„Kvennafundurinn“].
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 60