Saga - 2013, Síða 65
rökin gátu reynst þegar borgaraleg réttindi voru í höfn. Þeim mátti
nefnilega hnika þannig að ef karlar og konur væru jöfn þá væri bar-
átta fyrir sérstökum réttindum óþörf og jafngilti „sérmeðferð“ (sem
einmitt var náskyld sérstöðurökunum). Hugmyndin um „sérmeð -
ferð“ átti eftir að reynast öflugt vopn í baráttu þeirra sem beittu sér
gegn kvenréttindamálinu á þriðja áratug 20. aldar. Allar þessar hug-
myndir voru líkt og ormur sem bítur í skottið á sér, og skal nú litið
nánar á það mál.
Á þriðja áratug 20. aldar, eftir að fyrsta áfanga borgaralegra rétt-
inda var náð, tók að myndast gjá innan kvennahreyfingarinnar sem
snerti ólík viðhorf til kvenréttindabaráttunnar, velferðar þjóðarinn-
ar og heimilanna, hins sérstaka eðlis kvenna, hlutverks þeirra í sam-
félaginu og réttmætis þess að konur gegndu opinberum störfum.22
Deilurnar snerust um hvort það samræmdist hlutverki kvenna og
eðli að vera virkar á hinu opinbera sviði. Hætta var talin á að kven-
réttindi og þátttaka kvenna í opinberum málum gæti verið skaðleg
kvenleikanum og þjóðinni. Átti þjóðfélagslegt hlutverk kvenna fyrst
og fremst að stjórnast af kynhlutverki þeirra eða skyldi einnig líta á
konur sem einstaklinga með ákveðin völd innan þjóðfélagsins?
Deilurnar bar hæst í Hlín og 19. júní á árunum 1926–1928. Þetta
var í fyrsta lagi ritdeila Sigrúnar Blöndal og Bjargar C. Þorláksson,
sem spratt af grein Sigrúnar „Eðli og hlutverk kvenna“ frá 1926, en
Inga Lára Lárusdóttir blandaði sér einnig í þá umræðu. Í öðru lagi
tókust Sigurlaug Knudsen, húsfreyja á Breiðabólstað í Vesturhópi,
og Inga Lára Lárusdóttir á um réttmæti kvenréttindabaráttunnar og
afgreiðslu Alþingis á áðurnefndu frumvarpi Ingibjargar H. Bjarna -
son um setu kvenna í opinberum nefndum, sem hún lagði fram árið
1927.23
„færar konur“ 63
22 Hér má benda á að rannsóknir hafa leitt í ljós að innan kvenréttindahreyfinga
á Vesturlöndum hafi orðið ákveðin hugmyndafræðileg þróun hvað snerti
ofangreind viðhorf til kvenna, en þær höfðu í upphafi lagt minni áherslu á
kynbundna eiginleika kvenna en síðar varð. Þróunin varð aftur á móti þannig
að móðureðli kvenna og sérstök siðferðisvitund var lögð sífellt meira til grund-
vallar í baráttunni fyrir kvenréttindum. Sjá t.d. Gro Hagemann, „Det kvin-
nelige element, lutret og styrket. Kvinnesak og kvinnelighet i forrige århun-
drets Kristiania“, Høydeskrekk. Kvinner og offentlighet. Ritstj. Gro Hage mann og
Anne Krogstad (Ósló: Ad Notam Gyldendal 1994), bls. 29–39.
23 Sjá Sigrún Pálsdóttir Blöndal, „Eðli og hlutverk kvenna. Erindi flutt á bænda -
námskeiði á Egilsstöðum í mars–mán. veturinn 1926 af Sigrúnu Pálsdóttur
Blöndal“, Hlín 10. árg. (1926), bls. 89–121; Björg C. Þorláksdóttir, „Um „eðli og
hlutverk kvenna““, 19. júní 10. árg. 3. tbl. (mars 1927), d. 33–37, og 4. tbl. (apríl
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 63