Saga - 2013, Blaðsíða 66
Í greinargerð Ingibjargar með tillögunni sagði að þar sem konur
hefðu hlotið þjóðfélagsleg réttindi á við karla „ætti það að vera sjálf-
sagt, að kraftar þeirra væru og teknir í þjónustu þjóðfélagsins, t.d.
til þess að starfa í opinberum nefndum.“24 En umræður um tillög-
una á Alþingi og víðar sýna að spurningin um hina raunverulegu
„hæfni“ kvenna var stöðugt í deiglunni og að hún fléttaðist saman
við jafnræðis- og sérstöðurökin. Í framsöguræðu sinni gerði Ingi -
björg H. Bjarnason sérstöðu kvenna að aðalatriði. Reynslu sinnar
vegna hefðu konur ákveðna kunnáttu í farteskinu, og henni fylgdi
sérstök hæfni sem bæri að nýta þjóðfélaginu til góðs.
Af tillögunni sjálfri og framsöguræðu Ingibjargar má ráða að
konur hafi verið harla vel undirbúnar undir þau mótrök sem færð
voru gegn tillögunni. Ekki leikur vafi á að „hæfni“ var sérstakt bit-
bein í jafnréttisbaráttu þessara ára og að þessi „eiginleiki“ var engan
veginn talinn sjálfgefinn þegar konur áttu í hlut. Þvert á móti var
„færni“ eða „hæfni“ nokkuð sem þurfti að rökstyðja sérstaklega
þegar konur voru annars vegar. Upphafsorð tillögunnar hljóðuðu á
þann veg að séð yrði um að „að færar konur … [fengju] sæti í hin-
um ýmsu nefndum“, og í framsöguræðu sinni undirstrikaði Ingi -
björg þetta rækilega. Einungis væri átt við „færar konur — jeg
undirstrika það, færar konur“ og tillagan væri „eins gætilega orðuð
og mest má vera“. Þessi fyrsta alþingiskona Íslendinga áttaði sig
greinilega vel á í hvaða hugmyndafræðilega og pólitíska andrúms-
lofti slík tillaga var borin fram og beitti sérstöðurökunum að vissu
leyti til að mæta því. Þannig undirstrikaði Ingibjörg sérstaklega að
ekki væri farið fram á „að draga nein völd úr höndum karlmanna
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.64
1927), d. 51–55; Sigrún Pálsdóttir Blöndal, „Enn um eðli og hlutverk kvenna“,
bls. 65–77; 19. júní 10. árg. 5. tbl. (maí 1927), d. 65–66 [„Einkennilegt jafnrétti“];
Sigurlaug Knudsen, „Afstaða kvenna til jafnrjettismálanna“, Hlín 11. árg.
(1927), bls. 119–127. Sjá einnig 19. júní 11. árg. 5. tbl. (maí 1928), d. 65–69 [„Án
er ilt gengi, nema heiman hafi“]. Einnig varð ritdeila milli Ragnhildar
Pétursdóttir og Ingibjargar H. Bjarnason sem snerist sérstaklega um störf þeirr -
ar síðarnefndu á Alþingi. Ragnhildur Pétursdóttir, „Þingfulltrúi íslenskra
kvenna“, Vísir 20. apríl 1928; Ingibjörg H. Bjarnason, „Svar til frú Ragnhildar
Pétursdóttur, Háteigi“, Vísir 29. apríl 1928; Ragnhildur Péturs dóttir, „Nokkur
orð enn til I.H.B.“, Vísir 5. maí 1928, og „Öllu snúið öfugt þó“, Vísir 25. júní
1928.
24 Alþingistíðindi 1927 A, d. 458. Sjá einnig 19. júní 10. árg. 4. tbl. (apríl 1927), d.
49. [„Áskoranir til Alþingis“].
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 64