Saga - 2013, Qupperneq 68
framt að „það væri alls ekki rjettmætt að heimta af konum öll sams -
konar störf og karlmönnum.“28 Tillagan náði ekki fram að ganga,
var samþykkt í efri deild en féll í neðri deild án nokkurra um -
ræðna.29
Þingsályktunartillaga um setu kvenna í opinberum nefndum og
afdrif hennar urðu tilefni mikilla umræðna. Inga Lára Lárusdóttir
tók strax upp þráðinn í 19. júní og sagði að þegar haft væri í huga að
konur hefðu haft kosningarétt og kjörgengi til bæjar- og sveitar-
stjórna í 20 ár, rétt til embætta í 16 ár og full borgaraleg réttindi frá og
með árinu 1915, mætti telja tillöguna „óþarfa eða jafnvel hlægilega“.
Þó hefði hún verið borin fram „í fullri alvöru og að fullkomlega
gefnu tilefni.“ Rakti Inga Lára allar þær mörgu nefndir sem konur
ættu enga hlutdeild að og tiltók sérstaklega nefndina sem átti að
undirbúa Alþingishátíðina árið 1930. Aðeins ein opinber nefnd hefði
konu innanborðs, Landspítalanefndin, og hefði sú kona sem þar
sæti ekki reynst eftirbátur annarra. Inga Lára Lárusdóttir kvað líka
orðið ljóst að Alþingi hefði ekki gengið fram hjá konum af „gleymsku
og hugsunarleysi“, eins og konur hefðu hneigst til að halda, heldur
af „vantrausti og lítilsvirðingu“. „Það ætti að vera konum holt að sjá
ótvírætt hver mælikvarði er á þær lagður“ og ennfremur að vekja
þær „til umhugsunar um, að jafnrétti hafa þær hvergi nema á papp-
írnum“.30
Þessi túlkun Ingu Láru á afdrifum tillögunnar vakti hörð við -
brögð í Hlín. Þar var á ferð Sigurlaug Knudsen en grein hennar
byggðist á fyrirlestri sem haldinn var á almennri samkomu á
Blönduósi sumarið 1927.31 Spurningin um hæfni kvenna var Sigur -
laugu hjartans mál en hún taldi að neðri deild Alþingis hefði hafnað
þingsályktunartillögunni af því að hún hefði ekki „komið auga á
hæfar konur, eða að þær … [væru] ekki fyrir hendi“, og að hennar
mati benti margt til þess að hið síðarnefnda væri „orsökin að nokkru
leyti.“ Konur skorti enn hæfni til að vera þess umkomnar að taka
sæti í opinberum nefndum, en hæfileikana til þess þyrftu þær að
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.66
28 Alþingistíðindi 1927 D, d. 433.
29 Sjá Kristín Ástgeirsdóttir, „Málsvari kvenna“, bls. 161–162, og Eyrún Inga -
dóttir, „Hugsjónir og veruleiki. Störf Ingibjargar H. Bjarnason á Alþingi
1922–1930“, í Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi.
Ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands 2001), bls.
345–346.
30 19. júní 10. árg. 5. tbl. (maí 1927), d. 65–66 [„Einkennilegt jafnrétti“].
31 Sigurlaug Knudsen, „Afstaða kvenna“, bls. 119–127.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 66