Saga - 2013, Síða 69
þroska heima í héraði og „æfast … í hinu smærra fyrst.“ Hún taldi
fráleitt af konum að krefjast þess að komast í æðri nefndir þegar
varla sæist kona í sóknarnefndum, fræðslumálanefndum, hrepps-
nefndum og sýslunefndum. „Til vandasamra verka“ ætti nefnilega
„ekki að kjósa eftir kyni, heldur hæfileikum“ enda væri „aðalatriðið
… ekki vegtylla konunnar, heldur velferð þjóðarinnar.“32
Sigurlaug kunni vel þá list að slá úr og í og að vissu leyti halda
fram gagnstæðum sjónarmiðum í einni og sömu greininni. Þannig
hvatti hún konur í öðru orðinu til að efla þessa hæfileika og gera sig
hæfar til starfa á opinberum vettvangi en í hinu dró hún opinbera
þátttöku kvenna í efa. Konur skyldu minnast þess að „heimilið er og
verður það kóngsríkið sem flestar konur verða drotningar í, og að
þá ríður lífið á, að þar sje setið að völdum með sæmd og prýði.“33 Í
raun var hún talsmaður þess að kynin tilheyrðu hvort sínu sviði
samfélagsins og ýjaði að því að þátttaka kvenna í opinberu lífi væri
andstæð kvenleikanum og þjóðfélagslegu hlutverki kvenna. Vísaði
hún til orða Ingu Láru Lárusdóttur og hélt því fram að „vantraust“
annars vegar og „lítilsvirðing“ hins vegar væru ekki það sama. Sjálf
treysti hún ekki lækni sínum „til að stoppa sokk, hvað þá sauma í
dúk, og sýslumanninum ekki til að gera brauð eða baka kökur, en
jeg lítilsvirði þá ekki fyrir það. — Meðan sinn vantar hvað, og alla
eitthvað, er ekki um lítilsvirðingu að ræða, þó einum sje vantreyst
til þessa og öðrum til hins.“34
Inga Lára svaraði Sigurlaugu lið fyrir lið og hafnaði því að kven-
frelsið gæti reynst „íslenskum konum hættulegt“. „Konan er ekki
svo takmörkuð, að hún geti ekki í senn verið hugsandi þjóðfélags-
borgari, móðir, eiginkona og húsmóðir“, sagði Inga Lára. Hún missti
að vísu drottningartitilinn, sem væri hvort eð er ekki annað en
nafnið tómt, en yrði í staðinn „fullveðja samverkamaður, félagi, inn-
an heimilis og utan.“35
Einu og hálfu ári síðar, í október 1928, skrifar Inga Lára grein í
19. júní og hafði þá bjartsýnistónninn í máli hennar ellefu árum áður
heldur breyst. Sló hún því nú föstu að enda þótt konur hefðu fengið
formleg réttindi til að hafa áhrif á opinber málefni þjóðfélagsins, þá
„færar konur“ 67
32 Sama heimild, bls. 124–125.
33 Sama heimild, bls. 126–127.
34 Sama heimild, bls. 123.
35 Inga Lára Lárusdóttir, „Svar frú Sigurlaugar Knudsen“, 19. júní 10. árg. 10. tbl.
(október 1927), d. 111–114.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 67