Saga - 2013, Síða 72
vakti heimsathygli og kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna var
runninn upp.44 Ekki þarf að koma á óvart að í þessu andrúmslofti
ríkti umtalsverð sátt um setningu laganna. Umræður um þau sner-
ust um smávægileg atriði eins og orðalag og einstaka greinar.
Jafnræðisrök voru ráðandi, lögin kveða á um bann við mismunun
og þau eru algerlega kynhlutlaus.45 Einungis tveir þingmenn, Jón G.
Sólnes og Albert Guðmundsson, voru andsnúnir lögunum, sem þeir
töldu miða að afskiptasemi og jafnvel njósnastarfsemi um hvernig
atvinnurekendur ráða starfsfólk sitt. Þeir gripu til sömu raka og
notuð voru gegn frumvarpi Hannibals Valdimarssonar árið 1948, að
ekki hefði verið sýnt fram á að misrétti ríkti á Íslandi, en að öðru
leyti heyrðust þær röksemdir ekki.46
1981: Jafnræðisrök gegn sértækum
í þágu kvenna
Raunveruleg áhrif jafnréttislaganna frá 1976 voru aftur á móti annað
mál, og tóku fljótlega að heyrast efasemdaraddir um hvort þau
þjónuðu tilgangi sínum. Árið 1981 lagði Jóhanna Sigurðardóttir
þingmaður fram breytingatillögu sem miðaði að því að gera jafn-
réttislögin markvissari. Aðdragandinn að tillögunni var ekki síst sá
að tveir ráðherrar í ríkisstjórninni höfðu þetta sama ár gengið fram
hjá formlegu hæfnismati, á kostnað kvenna, þegar tveir karlar voru
skipaðir í opinber embætti.47 Tillaga Jóhönnu gerði ráð fyrir að
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.70
44 Konur, hvað nú? Staða íslenskra kvenna í kjölfar kvennaárs og kvennaáratugar Sam -
einuðu þjóðanna 1975–1985. Ritstj. Jónína Margrét Guðnadóttir (Reykjavík: Jafn -
réttisráð 1985).
45 Brynhildur G. Flóvenz, „Jafnréttislög í þrjátíu ár“, Úlfljótur LX:I (2007), bls.
5–23.
46 Vef. Alþingi. Jafnrétti kvenna og karla. 192. mál lagafrumvarp Lög nr. 78/1976
97. löggjafarþingi 1975–1976. Sjá umræður http://www.althingi.is/dba-bin/
ferill.pl?ltg=97&mnr=192, 29. janúar 2013.
47 Ingvar Gíslason menntamálaráðherra skipaði karl í stöðu prófessors í ónæmis -
fræði við Læknadeild Háskólans andstætt niðurstöðu hæfnismats í lækna-
deild. Sjá „Jafnréttisráð: Stöðuveiting menntamálaráðherra og frumvarp
Jóhönnu“, Morgunblaðið 26. mars 1981, bls. 2. Þá hafði Svavar Gestsson, félags-
málaráðherra, veitt karlmanni á Dalvík lyfsöluleyfi og gekk þar fram hjá hæf-
ari konu að mati Jafnréttisráðs, sjá „Jafnréttisráð átelur embættisveitingu
Svavars: Jafnréttisráð getur ekki fylgt málinu eftir með málshöfðun.“ Alþýðu -
blaðið 14. mars 1981, bls. 1–2.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 70