Saga - 2013, Blaðsíða 73
þegar um væri að ræða „starf, sem frekar hafa valist til karlar en
konur … [skyldi] konunni að öðru jöfnu veitt starfið“. Ákvæðið átti
að endurskoða að fimm árum liðnum. Í greinargerð með frumvarp-
inu var færni kvenna gerð að umræðuefni og hnykkt á því að þetta
ætti við „þegar konur hafa sömu hæfileika til að bera og karlar“.48
Rök Jóhönnu voru þannig svipaðs eðlis og þau sem Ingibjörg H.
Bjarnason setti fram í sama ræðustól 54 árum áður, eða árið 1927, er
hún talaði um að „færar konur fengju sæti í hinum ýmsu nefndum
…“ Þá er einnig áhugavert að ákvæðið í tillögu Jóhönnu er tíma-
bundið, en slíkir fyrirvarar áttu eftir að sjást oftar í þróun laganna.
Jóhanna skýrði mál sitt ítarlega í þinginu og talaði um það sem
„neyðarúrræði“ þegar jafnréttislög væru sniðgengin eða næðu ekki
tilgangi sínum. Hún gerði sér líka, eins og Ingibjörg forðum, grein
fyrir því að tillagan yrði umdeild en hélt því fram að stundum yrði
að grípa til „harðra og jafnvel umdeildra aðgerða til þess að rétt-
lætið nái fram að ganga.“49 Deilurnar um tillöguna bera með sér að
„jafnræðishugmyndir“ hafi verið ráðandi, eða með öðrum orðum að
þar sem lagabókstafurinn kvað nú á um að karlar og konur skyldu
vera jöfn, jafngilti það misrétti gagnvart körlum að samþykkja
breytingatillöguna. Voru jafnræðishugmyndir notaðar óspart gegn
þeirri hugmynd sem Jóhanna lagði til, að konur fengju forgang ef
þær hefðu „sömu hæfileika til að bera og karlar“. Sú gagnrýni kom
fram að frumvarpið væri „brot á stjórnarskránni“ og verið væri að
„lögfesta misrétti“.50 Þingkonan vísaði algerlega á bug þeim stað -
hæfingum að konur væru að biðja um meira en jafnrétti, að þær
væru „að krefjast þeirra forréttinda að vera settar skör ofar en þeir í
atvinnulífinu“. Sagði hún að mikið væri „hamrað á orðunum „for-
réttindi og misrétti“ í þessu sambandi“:
„færar konur“ 71
48 Alþingistíðindi, A-deild, 1980–1981, bls. 1777–1779. Vef. Alþingi. Frumvarp til
laga um breyting á lögum um jafnrétti kvenna og karla, nr. 78/1976,
http://www.althingi.is/altext/103/s/pdf/0516.pdf, 21. janúar 2013. Sjá enn-
fremur umfjöllun Þorgerðar Einarsdóttur, „Aumingjahjálp eða afbygging á
umframvaldi? Sértækar aðgerðir, jákvæð mismunun og kvótar í íslenskri jafn-
réttisumræðu“, Rannsóknir í félagsvísindum VIII. Erindi flutt á ráðstefnu í desember
2007. Ritstj. Gunnar Þór Jóhannesson (Reykjavík: Félagsvísindastofnun Há -
skóla Íslands 2007), bls. 391–402.
49 Vef. Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir. 01.04.1981. Neðri deild: 70. fundur, 103.
löggjafarþing. 261. mál, jafnrétti kvenna og karla, http://www.althingi.is/
altext/gomulraeda.php4?rnr=3399<hing=103&dalkur=3292, 21. janúar 2013.
50 Vef. Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir. 01.04.1981.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 71