Saga - 2013, Side 75
ur ævinlega vegna þess að hún er kona. Engin okkar hefur beðið um
þessi forréttindi, og ég segi fyrir mig, að ég vil ekki þiggja þau.55
Enda þótt Guðrún beiti jafnræðisrökum og telji að frumvarpið feli í
sér forréttindi sem ekki „séu til sjálfseflingar kvenna“ þá lagði hún
sjálf fram breytingartillögu um að ákvæðið skyldi ná til beggja
kynja. Samkvæmt henni áttu karlar raunar einnig að njóta þessara
óumbeðnu forréttinda og vera undir þá sök seldir að geta aldrei
verið vissir um að fá starf vegna eigin verðleika heldur vegna kyns
síns. Jóhanna hafnar hugmynd Guðrúnar með tilvísun í samfélags-
lega stöðu kvenna: „Ég taldi ekki rétt að fara þá leið, þar sem reynsl-
an hefur sýnt að karlmenn hafa ekki átt í neinum erfiðleikum með
að komast inn í störf sem frekar hafa valist til konur en karlar.“56
Sigurlaug Bjarnadóttir, sem var þriðja konan á Alþingi, taldi til-
löguna „bera keim af ofbeldi … gæti boðið heim auknu ranglæti og
jafnvel ógeðfelldri spillingu til viðbótar við það sem nú er …“
Sigurlaug sagði ennfremur:
Ég treysti á að aukin menntun kvenna, sem leiði til aukinnar þátttöku
þeirra í atvinnulífi og menningarlífi okkar, þjóðlífi öllu, verði besti lyk-
illinn að raunverulegu jafnrétti. En það kvótakerfi, sem þarna er verið
að ræða um, og forréttindi og mismunun til að ná jafnrétti felli ég mig
ekki við. Mér finnst það jafnvel lítilsvirðandi fyrir konur að ætla að leita
jafnréttis og ná settu marki í þeim málum með þessum hætti.57
Umræðurnar varpa skýru ljósi á hina rótgrónu tvíræðu afstöðu sam-
félagsins til jafnréttis kynjanna. Um leið var því hafnað að beita „sér-
tækum aðgerðum“ til að ná fram jafnrétti, því þá væru konur komn-
ar í forréttindastöðu! Í heild eru hér ákveðin líkindi við málflutning
Einars Árnasonar, árið 1927, sem lagði leiðréttingu á misrétti að jöfnu
við forréttindi. Konur yrðu þá valdar eingöngu vegna þess að þær
væru konur en ekki vegna þess að þær sem hópur byggju við mis-
munun. Þannig má segja að umræðan sýni að „hæfni“ virðist ekki
hafa verið sjálfgefinn eiginleiki þegar konur áttu í hlut. Tillaga
„færar konur“ 73
55 Vef. Alþingi. Guðrún Helgadóttir. 01.04.1981. Neðri deild: 70. fundur, 103. lög-
gjafarþing. 261. mál, jafnrétti kvenna og karla, http://www.althingi.is/altext/
gomulraeda.php4?rnr=3399<hing=103&dalkur=3292, 21. janúar 2013.
56 Vef. Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir. 01.04.1981.
57 Vef. Alþingi. Sigurlaug Bjarnadóttir. 20.05.1981. Neðri deild: 101. fundur, 103.
löggjafarþing. 261. mál, jafnrétti kvenna og karla, http://www.althingi.is/
altext/gomulraeda.php4?rnr=4903<hing=103&dalkur=4706, 21. janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 73