Saga - 2013, Blaðsíða 77
hagsýnu húsmóður“.59 Þá var Kvennalistakonum einnig tíðrætt um
sjálfan grundvöll jafnréttisbaráttunnar. Togstreitan milli sérstöðu og
jafnræðis var þó enn í forgrunni og sneri nú að pólitík og aðgerðum.
Nefnd sem skipuð var 1981 til að endurskoða jafnréttislögin kom
með tillögur að róttækum breytingum árið 1983.60 Mikil rekistefna
varð í kringum endurskoðunina, m.a. vegna stjórnarskipta, og voru
tvö frumvörp lögð fram í apríl 1984. Bæði byggðust þau á tillögum
endurskoðunarnefndar og var annað stjórnarfrumvarp en hitt, öllu
róttækara, flutt af nokkrum stjórnarandstöðuþingmönnum (sem
voru stjórnarliðar meðan nefndin starfaði). Málið var til meðferðar í
þinginu í rúmlega ár uns ný lög voru sett í júní 1985. Stjórnar and -
staðan lagði tillögur endurskoðunarnefndarinnar fram óbreyttar en í
stjórnarfrumvarpinu voru nokkur atriði nefndarinnar felld út. Í
stjórnarfrumvarpinu var t.d. ekki talin ástæða til að „beinlínis taka
fram að sérstaklega skuli bæta stöðu annars kynsins“. Þá var einnig
felld út tillaga um að ríki og sveitarfélögum verði skylt að tilnefna
bæði kyn í opinberar nefndir og ráð. Þess í stað voru sett inn væg til-
mæli um að „leitast skuli við að hafa sem jafnasta tölu kynjanna í
stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og félaga-
samtaka, þar sem því verður við komið“.61
Málið var ekki afgreitt og voru frumvörpin lögð fram óbreytt í
október sama ár.62 Miklar umræður urðu um frumvörpin, og snerust
þær að nokkru um hvort það samfélagslega misrétti sem snerti kon-
ur réttlætti að heimilaðar yrðu svokallaðar „sérstakar aðgerðir“ til
„færar konur“ 75
59 Sjá Þorgerður Einarsdóttir, „Hið vísindalega er pólitískt. Femínismi sem
fræðikenning andófs og baráttu“, Íslensk félagsfræði. Landnám alþjóðlegrar fræði-
greinar. Ritstj. Þóroddur Bjarnason og Helgi Gunnlaugsson (Reykjavík: Há -
skóla útgáfan 2004), bls. 200–225.
60 Vef. Alþingi. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi 1984. Sjá greinargerð.
61 Vef. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. (Lagt fyrir
Alþingi á 106. löggjafarþingi 1983–84.) [243. mál], http://www.althingi.
is/altext/106/s/pdf/0431.pdf, 21. janúar 2013. Vef. Alþingi. Guðrún Agnars -
dóttir. 25.04.1984. Neðri deild: 76. fundur, 106. lög gjafarþing. 243. mál, jöfn
staða og jafn réttur kvenna og karla, http://www.althingi.is/altext/gomul
raeda.php4?rnr=4302<hing=106&dalkur=4883, 21. janúar 2013.
62 Vef. Alþingi. Alexander Stefánsson. 22.10.1984. Neðri deild: 5. fundur, 107. lög-
gjafarþing. 48. mál, jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla, http://www.
althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=198<hing=107&dalkur=361, 21.
janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 75