Saga - 2013, Síða 78
leiðréttingar á því misrétti.63 Ákvæði um slíkt mætti mikilli andstöðu
eins og fyrri daginn og spunnust um það heitar umræður líkt og
frumvarp Jóhönnu 1981. Andstæðingar sértækra aðgerða höfðu stór
orð um afleiðingar þeirra en tekist var á um hugtökin „mismunun“,
„jákvæð mismunun“ og „jafnrétti“ og „jákvæðar aðgerðir“.64 And -
stæðingar ákvæðisins fylgdu þannig í fótspor forvera sinna, beittu
jafn ræðis rökum og þótti mörgum ákvæðið forkastanlegt. Félags -
málaráðherra, Alexander Stefánsson, taldi að í ákvæðinu fælist „sú
tegund jafnréttishugmynda sem byggir á því að allir séu jafnir en
sumir séu jafnari en aðrir“.65 Friðrik Sophusson rifjaði upp andstöðu
umsagnaraðila, m.a. Kvenfélagasambandsins, við sambærilegt
ákvæði í frumvarpi Jóhönnu árið 1981.66 Ólafur Þ. Þórðarson kallaði
það hugtakablekkingar og hugtakabrengl „ef menn rugla saman jafn-
rétti og jákvæðri mismunun. Það er út af fyrir sig heil hugsun á bak
við það að tala um jákvæða mismunun, en það er bara ekki jafnrétti.
Það er mismunun. Annaðhvort eru menn að tala um jafnrétti eða þeir
eru að tala um mismunun“.67
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.76
63 Fyrri umræður um frumvörpin hófust 24. apríl 1984. Vef. Alþingi. Ræður í máli
A243 á 106. þingi, http://www.althingi.is/dba-bin/rad-114.pl?lgt=106&mnr=
243&mfl=A, 21. janúar 2013. En seinni umræða hófst 22. október. Vef. Alþingi.
Ræður í máli A48 á 107. þingi, http://www.althingi.is/dba-bin/rad-114.pl?
lgt=107&mnr=48&mfl=A, 21. janúar 2013. Sjá m.a. ræður Jóhönnu Sigurðar -
dóttur (JS) og Kristínar Halldórsdóttur (KH) í umræðum um málið.
64 Vef. Alþingi. Svavar Gestsson. 30.04.1984. Neðri deild: 77. fundur, 106. lög -
gjafarþing. 243. mál, jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla, http://www.
althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=4419<hing=106&dalkur=4992, 21.
janúar 2013. og Vef. Alþingi. Svavar Gestsson. 31.10.1984. Neðri deild: 8. fund-
ur, 107. löggjafarþing. 48. mál, jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla,
http://www.althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=443<hing=107&dalk
ur=664, 21. janúar 2013.
65 Vef. Alþingi. Alexander Stefánsson. 25.04.1984. Neðri deild: 76. fundur, 106.
löggjafarþing. 243. mál, jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla, http://
www.althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=4304<hing=106&dalkur=
4889, 21. janúar 2013. (Alþingistíðindi 1983–84 B:4984)
66 Vef. Alþingi. Friðrik Sophusson. 31.10.1984. Neðri deild: 8. fundur, 107. lög-
gjafarþing. 48. mál, jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla, http://www.
althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=442<hing=107&dalkur=662, 21.
janúar 2013.
67 Vef. Alþingi. Ólafur Þ. Þórðarson. 31.10.1984. Neðri deild: 8. fundur, 107. lög-
gjafarþing. 48. mál, jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla, http://www.
althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=440<hing=107&dalkur=660, 21.
janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 76