Saga - 2013, Síða 81
einmitt heimild fyrir ríkisstj. að fullgilda þann samning sem gerður var
á vegum Sameinuðu þjóðanna 18. des. 1979.73
Örlög annarrar tillögu endurskoðunarnefndarinnar minna aftur á
hvernig fór fyrir „Tillögu til þingsályktunar um skipun opinberra
nefnda“ árið 1927 og nærtækt er einnig að minnast baráttu kvenna
árið 1917 fyrir sæti í dýrtíðarnefndum. En í tillögunni var rætt hvort
ríki og sveitarfélögum skyldi gert skylt að tilnefna bæði karl og konu
þegar óskað er eftir tilnefningum í opinberar nefndir og ráð.74
Hugmyndinni var sumsé hafnað en lítil sem engin umræða varð um
málið. Í lögunum sagði þess í stað: „Leitast skal við að hafa sem jafn-
asta tölu kynjanna í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkis,
sveitarfélaga og félagasamtaka, þar sem því verður við komið“.75
Ljóst er að tími „kvótahugmynda“ var enn ekki runninn upp.
2000: Sértækar aðgerðir til handa körlum í nafni jafnræðis
Er komið var fram um aldamótin 2000 voru jafnréttislögin enn í
deiglunni, aftur voru gerðar á þeim talsverðar breytingar, byggðar
á vinnu undirbúningsnefndar sem starfað hafði síðan 1997. Frum -
varp var lagt fram í febrúar 1999 en ekki afgreitt fyrir kosningar þá
um vorið og því lagt fram aftur í desember sama ár, talsvert breytt.76
„færar konur“ 79
73 Sama heimild.
74 Vef. Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir. 13.06.1985. Neðri deild: 95. fundur, 107.
löggjafarþing. 48. mál, jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla, http://
www.althingi.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=5876<hing=107&dalkur=
6474, 21. janúar 2013.
75 Vef. Alþingi. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
(Eftir 2. umr. í Nd., 13. júní.) [48. mál] , http://www.althingi.is/altext/107/
s/pdf/1280.pdf, 21. janúar 2013. Nefndin starfaði frá árinu 1997 og lagði fram
róttækt frumvarp sem lagt var fyrir Alþingi í febrúar 1999, sjá Vef. Alþingi.
Frumvarp til jafnréttis laga. (Lagt fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998–
1999.), http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/123
/s/0810.html&leito=jafnr%E9tti#word1, 21. janúar 2013. Það hlaut ekki af -
greiðslu og var lagt fram aftur nokkuð breytt í desember 1999.
76 Með lögunum árið 2000 voru gerðar umfangsmiklar breytingar á stjórnskipu-
lagi jafnréttismála; þær verðskulda umfjöllun en falla utan ramma þessarar
greinar. Ný lög voru sett í millitíðinni, árið 1991, en þau fjalla ekki um það sem
hér er til umfjöllunar. Sjá Vef. Alþingi. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla. 1991 nr. 28 27. mars, http://www.althingi.is/lagas/125a/
1991028.html, 21. janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 79