Saga - 2013, Blaðsíða 82
Meðferð frumvarpanna á Alþingi og misræmi á milli Jafnréttisráðs
og annarra opinberra nefnda, stjórna og ráða varpar ljósi á undir-
liggjandi hugmyndir um hæfni og færni kvenna og karla. Tekist var
á um forsendurnar fyrir opinberri þátttöku kvenna og karla, en mis-
munandi sjónarmið áttu við um Jafnréttisráð og aðrar opinberar
nefndir og ráð. Jafnréttisráð hafði að mestu verið skipað konum frá
upphafi og var að því leyti öðruvísi en flestar aðrar nefndir og ráð á
vegum ríkisins.77 Umræðurnar og ferli málsins á Alþingi hverfast
að hluta til um sérstöðu og jafnræði og hvaða hugmyndir lágu að
baki viðhorfunum til þátttöku kvenna í opinberu lífi. En skoðum
fyrst ákvæði sem var samhljóða í báðum frumvörpum og náði fram
að ganga.
Meðal nýmæla í lögunum árið 2000 var að hið umdeilda ákvæði
frá 1985, með heimild til sérstakra tímabundinna aðgerða til að bæta
stöðu kvenna, náði nú einnig til karla. Þar með var sú viðurkenning
að bæta þyrfti stöðu kvenna með sértækum aðgerðum þurrkuð út í
nafni jafnræðis. Í lögunum birtist einnig almennt aukin áhersla á
þátt karla. Þannig var kveðið sérstaklega á um að auka ætti virkni í
jafnréttismálum „m.a. með aukinni aðild karla að jafnréttisstarfi“.78
Þegar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna voru til umræðu árið 1984
sagði í athugasemdum með stjórnarfrumvarpi að ekki þætti ástæða
til að „beinlínis taka fram að sérstaklega … [skyldi] bæta stöðu ann-
ars kynsins“. Hér var aftur á móti ekki hreyft andmælum við því að
tiltaka karla sérstaklega, og ákvæðið um að auka hlut karla í jafn-
réttisstarfi var ekki heldur tímabundið.
Í upphaflega frumvarpinu, sem lagt var fram í febrúar 1999, var
lögð til róttæk breyting á stjórnskipulegri skipan Jafnréttisráðs.79
Ekki var kveðið á um kynjahlutföll en hins vegar var lagður til
kvóti í aðrar nefndir og ráð á vegum hins opinbera. Þar var hlut-
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.80
77 Þegar lögin voru endurskoðuð 1999 hafði verið skipað átta sinnum í Jafn -
réttisráð. Í helmingi tilvikanna var einn karl í ráðinu á móti fyrst fjórum konum
og síðar sex (þ.e. 1976, 1982, 1987, 1989), einu sinni voru tveir karlar í ráðinu
(1979) og þrisvar enginn karl (1985, 1991 og 1999).
78 Vef. Alþingi. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 2000 nr. 96 22.
maí. http://www.althingi.is/lagas/135a/2000096.html, 21. janúar 2013.
79 Tillagan gekk út á breytt stjórnskipulegt hlutverk og stöðu Jafnréttisráðs, m.a.
aukið sjálfstæði. Auk þess að hluti ráðsins yrði kosinn á Jafnréttisþingi, en það
hefði þýtt að færri en áður væru tilnefndir af hagsmunaaðilum. Umræður
spunnust aðallega um hið boðaða stjórnskipulag og hverjir ættu að hafa
fulltrúarétt í ráðinu.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 80