Saga - 2013, Page 83
fall kvenna 26% og hafði talsvert verið til umræðu.80 Í tillögunni
sagði:
Þar sem tilnefnt er í nefndir, stjórnir og ráð á vegum ríkis og sveitar-
félaga skal tilnefna tvo, konu og karl. Við skipun skal þess síðan gætt
að skipting milli kynja sé sem jöfnust. Tilnefningaraðila er heimilt að
víkja frá ákvæðum 2. mgr. ef sérstakar ástæður leiða til þess að ill-
mögulegt er að framfylgja þeim. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður
þess. Ákvæði 2. og 3. mgr. fellur sjálfkrafa úr gildi að liðnum tíu árum
frá gildistöku laga þessara.81
Eins og sjá má er ákvæðið tímabundið og fyrirvararnir nokkrir. Í
greinargerð með frumvarpinu segir að íslensk löggjöf á þessu sviði
hafi verið mun veikari en annars staðar á Norðurlöndum og hlutur
kvenna lakari. Sérstaklega er tiltekið að um sérstakt átak sé að ræða
og „að tíu árum liðnum er gert ráð fyrir að ekki sé þörf á ákvæði
sem þessu í jafnréttislögum“.82 Talsverðar umræður spunnust um
uppstokkun Jafnréttisráðs en Hjörleifur Guttormsson83 og Guðný
Guðbjörnsdóttir voru þau einu sem viku að ákvæðinu um opinber-
ar nefndir og ráð. Bæði furðuðu sig á tímaákvæðinu og Guðný taldi
það bjartsýni að þetta yrði komið í lag eftir 10 ár.84
Þegar frumvarpið var lagt fram aftur tíu mánuðum síðar, eða í
desember sama ár, höfðu orðið á því talsverðar breytingar og
viðsnúningur á tillögunum hér að framan. Uppstokkunin á skipan
Jafnréttisráðs var felld út en aftur á móti urðu þau tímamót í sögu
íslenskrar jafnréttislöggjafar að hin ógnvænlega hugmynd um „kynja -
kvóta“ var nú lögð til við skipun í Jafnréttisráð: „Tilnefn ingar aðilar
skulu tilnefna einn karl og eina konu til setu í Jafn réttisráði. Við skip-
un í ráðið skal þess gætt að hlutfall kynjanna verði sem jafnast.“85
„færar konur“ 81
80 Sjá „Lægst hjá ráðuneytum landbúnaðar- og samgöngumála“, Morgunblaðið 11.
maí 2000, bls. 9.
81 Vef. Alþingi. Frumvarp til jafnréttis laga.
82 Vef. Alþingi. Frumvarp til jafnréttis laga. Sjá liðinn: „Helstu nýmæli frum-
varpsins“.
83 Vef. Alþingi. Hjörleifur Guttormsson. 69. fundur, 123 lþ, http://www.althingi.
is/altext/123/02/r18144801.sgml, 21. janúar 2013.
84 Vef. Alþingi. Guðný Guðbjörnsdóttir. 70. fundur, 123. lþ, http://www.althingi.
is/altext/123/02/r19110138.sgml, 21. janúar 2013.
85 Meðal þess sem fellt var úr síðara frumvarpinu var Jafnréttisþingið þar sem
kjósa átti hluta Jafnréttisráðs. Sjá Vef. Alþingi. Frumvarp til laga um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla. (Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi
1999–2000.), http://www.althingi.is/altext/125/s/0373.html, 21. janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 81