Saga - 2013, Side 84
Tillögunni fylgdu engar skýringar, en árið 1993 hafði karlanefnd
félagsmálaráðherra lagt til kynjakvóta í Jafnréttis ráð til að reyna að
koma í veg fyrir að hið opinbera jafnréttisstarf yrði eins og „kven-
réttindafélög“. Á sama tíma tók nefndin þó afdráttarlausa afstöðu
gegn kynjakvótum þar sem konur áttu í hlut.86
Þessi sama andstaða gegn kynjakvótum til að leiðrétta hlut
kvenna einkenndi einnig frumvarpið þegar það var lagt fram öðru
sinni, þ.e. í desember 1999, og sést vel á meðferð málsins á Alþingi.
Í athugasemdum með frumvarpinu sagði að skipan Jafnréttisráðs
væri nú í samræmi við ákvæði um þátttöku í opinberum nefndum
og ráðum.87 Þetta var þó ekki rétt; breytingin á Jafnréttisráði gekk
talsvert lengra og var í raun kynjakvóti meðan einungis var kveðið á
um svokallaða tilnefningarskyldu í öðrum opinberum nefndum og
ráðum:
Í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skulu,
þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karl-
ar. Skal ávallt á það minnt þegar óskað er tilnefningar í hlutaðeigandi
nefndir, ráð og stjórnir.88
Bryndís Hlöðversdóttir vakti athygli á því að einungis væri gert ráð
fyrir kynjakvóta í Jafnréttisráð en fyrirkomulag annarra nefnda ætti
að vera óbreytt. Og hún spurði — í anda Ingibjargar H. Bjarna son
— af hverju þingmenn stigju ekki skrefið til fulls, að ávallt skyldi til-
nefndur einn fulltrúi af hvoru kyni og sá sem tilnefndi eða skipaði
bæri ábyrgð á að „velja samsetningu þannig að staða kynjanna …
[yrði] sem jöfnust?“ Þetta hefði verið gert víða í nágrannalöndum
okkar með góðum árangri.89
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.82
86 Skýrsla um breytta stöðu karla og leiðir til að auka ábyrgð þeirra á fjölskyldu-
lífi og börnum. Félagsmálaráðuneytið, 1993; Þorgerður Einarsdóttir, Bryddingar.
Um samfélagið sem mannanna verk (Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands 2000), bls. 115.
87 Vef. Alþingi. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.) Sjá 7. gr. frumvarpsins.
88 Vef. Alþingi. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.) Sjá 20. gr. frumvarpsins.
89 Vef. Alþingi. Bryndís Hlöðversdóttir. 53. fundur, 125. lþ., http://www.
althingi.is/altext/125/02/r01150904.sgml, 21. janúar 2013. Guðmundur Árni
Stefánsson tekur undir með Bryndísi, sjá Vef. Alþingi. Guð mundur Árni
Stefánsson. 53. fundur, 125. lþ., http://www.althingi.is/altext/125/02/r011
80717.sgml, 21. janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 82