Saga - 2013, Blaðsíða 85
Nokkrir þingmenn tóku undir með Bryndísi, og lögðu Guðrún
Ögmundsdóttir og Kristján Möller fram breytingartillögu um kvóta í
opinberar nefndir og stjórnir (samhljóða upphaflegu frumvarpi end-
urskoðunarnefndar), til samræmis við Jafnréttisráð.90 Þessu andmælti
félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, og sagði breytingar á frumvarp-
inu vera í samræmi við lögfræðilega ráðgjöf og að hvergi hefði verið
dregið úr lagalegum rétti kvenna.91 Tillagan var felld án umræðu að
segja má, en fyrsta kynjakvóta Íslandssögunnar var komið á í
„kvenna ráðinu“ Jafnréttisráði, svo sem fyrr greinir.92 Enginn viðraði
áhyggjur sínar af „færni karla“ í þessu sambandi og á þeim kvóta
voru engin tímamörk — hann var m.ö.o. ekki „tímabundin aðgerð“.93
Það er ljóst af þessu að misræmið milli Jafnréttisráðs og annarra
opinberra nefnda og ráða, sem og breytingar Alþingis á frumvarpinu
(frá febrúar og fram í desember), var ekki tilviljun eða yfirsjón held-
ur meðvituð stefna. Er hér skemmst að minnast orða Ingu Láru
Lárusdóttur árið 1927 um að áhrifaleysi kvenna væri ekki vegna
„gleymsku“ eða „hugsunarleysis“ karla heldur kæmi til af „van-
trausti og lítilsvirðingu“. Hæfni kvenna eða færni kom ekki til álita
berum orðum í þessari umræðu, eins og á fyrri hluta aldarinnar og í
umræðunum 1984. Um aldamótin 2000 voru konur enda í meiri-
hluta í flestum háskóladeildum og um 60% brautskráðra.94 Í grein-
„færar konur“ 83
90 Tillagan var samhljóða upphaflegu ákvæði endurskoðunarnefndarinnar og
fyrra frumvarpinu, sjá: Vef. Alþingi. Breytingartillögur við frv. til 1. um jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur og
Kristjáni L. Möller. 125 löggjafarþing 1999–2000, http://www.althingi.is/
altext/125/s/1138.html, 21. janúar 2013.
91 Vef. Alþingi. Páll Pétursson. 53. fundur, 125. lþ., http://www.althingi.is/
altext/125/02/r01174739.sgml, 21. janúar 2013.
92 Arnbjörg Sveinsdóttir sem lýst hafði yfir stuðningi við tillöguna dró hann til
baka þegar á reyndi, með tilvísun í ungar konur í Samfylkingunni sem teldu
að „slíkar kvótareglur væru farnar að standa nokkuð í vegi fyrir því að konur
komist til þeirra áhrifa og valda sem þær óska eftir“. Vef. Alþingi. Arnbjörg
Sveinsdóttir. 108. fundur, 125. lþ., http://www.althingi.is/altext/125/05/
r08195258.sgml, 21. janúar 2013.
93 Sjá umræður og atkvæðagreiðslu: Vef. Alþingi. Jöfn staða og jafn réttur kvenna
og karla, frh. 2. umr. ATKVÆÐAGREIÐSLA. 109. fundur, 125. lþ., http://
www.althingi.is/altext/125/05/l09140559.sgml, 21. janúar 2013.
94 Konur í vísindum á Íslandi (Reykjavík 2002), bls. 21. Vef. Stjórnarráð. Konur í
vísindum á Íslandi, http://brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/RSS
Page.xsp?documentId=A4B05BC7589B07E5002576F00058D7FF&action=openD
ocument, 29. janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 83