Saga - 2013, Page 86
ingu hugmynda skiptir hvort tveggja máli, það sem er sagt og hitt
sem er ósagt látið. Það hik og þeir fyrirvarar sem einkenndu
umræður um opinbera þátttöku kvenna vekja spurningar um tengsl
við umræður fyrri áratuga. Margt bendir til að undir hafi legið hug-
myndir sem ekki voru færðar í orð. Þær áttu hins vegar eftir að
koma upp á yfirborðið stuttu síðar.
2008: Jafnræðisrök fyrir kynjakvótum
í opinberum nefndum
Nýfrjálshyggjusjónarmið urðu æ meira áberandi í jafnréttismálum í
upphafi 21. aldar, með tilheyrandi andstöðu við markvissar að -
gerðir.95 Voru slík inngrip í hið samfélagslega kynjakerfi nefnd
„öfgakenndar“ handaflsaðgerðir sem mundu gera konur „berskjald -
aðar“ og láta þær „líta illa út fyrir vikið“ eins og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra orðaði það í tímaritsviðtali árið
2004.96 Andstaða gegn kynjakvótum var umtalsverð en samkvæmt
könnun frá árinu 2005 voru 66% landsmanna andvíg þeim.97 Lífleg
umræða á vefmiðlum endurspegla þau viðhorf.98 Það er afar at -
hyglis vert að það var einmitt í þessu andrúmslofti sem ákvæði um
kynjakvóta í opinberar nefndir, ráð og stjórnir var lögleitt með
endur skoðun jafnréttislaga árið 2008:
Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal
þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40%
þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um
stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er
aðaleigandi að. Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis
og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu.99
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.84
95 Þorgerður Einarsdóttir, „Kynjamyndir og kyngervi nýfrjálshyggjunnar”,
Eilífðar vélin. Uppgjör við nýfrjálshyggju. Ritstj. Kolbeinn Stefánsson (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2010), bls. 195–218.
96 Mannlíf janúar 2004, bls. 62–63 [„Aldrei skoðanalaus“. Viðtal við Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur]
97 Vef. Aukin tækifæri í forystu atvinnulífsins. Skýrsla Tækifærisnefndar iðnaðar- og
viðskiptaráðherra um aukinn hlut kvenna í yfirstjórnum fyrirtækja. Iðnaðar- og
viðskiptaráðuneyti (Reykjavík: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið 2005), bls. 31.
98 Vef. Deiglan – vefrit um þjóðmál. Pistlar, 21. janúar 2013; http://www.deiglan.
com/index.php?blogid=1&tag=jafnr%C3%A9tti, 21. janúar 2013.
99 Vef. Alþingi. Lög um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. 2008 nr. 10 6.
mars, http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008010.html, 21. janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 84