Saga - 2013, Blaðsíða 87
Fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi félagsmál-
aráðherra, að frumvarpið væri liður í því að tryggja hlut beggja
kynja í íslensku samfélagi og að kynjasjónarmiða yrði gætt við alla
stefnumótun og áætlunargerð innan stjórnsýslunnar.100 Mikil um -
ræða varð um frumvarpið en lítil um þetta ákvæði og einungis einn
þingmaður, Kristinn H. Gunnarsson, hreyfði andmælum.101 Jó -
hanna Sigurðardóttir svaraði að fyrra ákvæði væri gagnslítið, kvóta -
ákvæði væri einungis lögboðið gagnvart Jafnréttisráði og margir
aðilar hunsuðu tilnefningaskylduna sem gilti um aðrar nefndir.102
Nýja ákvæðið var samþykkt og þar með má segja að baráttumál
Ingibjargar H. Bjarnason og íslenskra kvenréttindakvenna frá 1917
og 1927 hafi loks komist til framkvæmda. Nú skyldi kynjajafnréttis
gætt við skipan í allar opinberar nefndir og ráð en ekki eingöngu í
Jafnréttisráð.103 Þrátt fyrir háværar raddir gegn kvótum hafði ótví-
rætt fordæmi verið gefið árið 2000 með kynjakvóta í Jafnréttisráði.
Sá kvóti tryggði sérstaklega þátttöku karla og á grundvelli hans var
ekki lengur hægt að standa gegn þessu ákvæði sem tryggði hlut-
deild kvenna.
2010: Sérstöðurök fyrir kynjakvótum í fyrirtækjum
Lokakafli þessarar sögu fjallar um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga
í atvinnulífinu, sem lögleiddur var í apríl 2010.104 Þá höfðu aðstæður
„færar konur“ 85
100 Vef. Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir. Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.
142. mál. 135. löggjafarþing – 16. fundur, 1. nóvember 2007, http://www.
althingi.is/altext/raeda/135/rad20071101T105702.html, 21. janúar 2013.
101 Kristinn H. Gunnarsson andmælti kvótanum, sagði að með þessu teldu ein-
stakir stjórnmálamenn sig þess umkomna að hafa vit fyrir kjósendum og
leiðrétta niðurstöður þeirra, og að ráðherra gerði sig að yfirdómara, sjá Vef.
Alþingi. Kristinn H. Gunnarsson. Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.
142. mál. 135. löggjafarþing – 47. fundur, 15. janúar 2008, http://www.
althingi.is/raeda/135/rad20080115T173210.html, 21. janúar 2013 og 49. fund-
ur, 17. jan. 2008, http://www.althingi.is/raeda/135/rad20080117T111408.
html, 21. janúar 2013.
102 Vef. Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir. Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.
142. mál. 135. löggjafarþing – 47. fundur, 15. janúar 2008, http://www.
althingi.is/raeda/135/rad20080115T171527.html, 21. janúar 2013.
103 Vef. Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir. Jöfn staða og jafn réttur …
104 „Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50
starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn
þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 85