Saga - 2013, Síða 88
gjörbreyst á nokkrum árum. Hugmyndafræði nýfrjálshyggju var
löskuð eftir hrunið, a.m.k. tímabundið, félagshyggjustjórn var við
völd og í samfélaginu kvað við nýjan tón. Í almennri umræðu var
haft á orði að það fjármálakerfi sem féll hefði verið leikvöllur karla,
hrunið mætti rekja til karllægra gilda og kröfur heyrðust um upp-
stokkun, aukinn hlut kvenna og kvenlægra gilda.105 Jafnræðisrök
sem höfðu verið notuð gegn sérstökum aðgerðum í þágu kvenna
um langt skeið viku fyrst eftir hrun fyrir rökum um sérstöðu
kvenna. Lagalegu misrétti hafði nú verið útrýmt og konur áttu
dágóða hlutdeild í stjórnmálum og opinberu lífi, en á hinn bóginn
var hlutur þeirra við stjórnun atvinnulífsins afar rýr.106 Þetta setti
umræðuna um hlut kynjanna við stjórnun atvinnulífsins í nýtt sam-
hengi, a.m.k. tímabundið.
Rétt eftir hrun, eða 31. október 2008, lagði Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir fram frumvarp um kynjakvóta í stjórnunar- og áhrifastöð-
um fjármálafyrirtækja en hinar föllnu fjármálastofnanir voru einmitt
fyrsta birtingarmynd hrunsins. Steinunn Valdís sagði karlakapítal-
ismann gjaldþrota,107 hrunið sýndi þörfina „á nýrri nálgun og nýrri
hugsun í stjórnun fjármálafyrirtækja“ og að rannsóknir sýndu fjár-
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.86
þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%.“
(Breytingartillögur við frv. til l. um breyt. á l. um hlutafélög og lögum um
einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn)). Frá
1. minni hluta viðskiptanefndar (LMós, MSchr, ArndS, VBj), sjá Vef. Alþingi.
Hlutafélög og einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnar -
formenn). 71. mál lagafrumvarp Lög nr. 13/2010, 138. löggjafar þingi 2009– -
2010, http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=138&mnr=71, 21. janúar
2013.
105 Sjá t.d. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, „Endurreisn samfélagsins krefst jafn-
réttis kynja“. Morgunblaðið 8. mars 2009, bls. 36. Og ennfremur viðtal við
Höllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur: Vef. Viðskipti mbl 18.5.2009.
„Kvenleg gildi til bjargar“, http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2009/05/18/
kvenleg_gildi_til_bjargar/, 21. janúar 2013.
106 Vef. „Tölulegar upplýsingar. Hlutföll og fjöldi karla og kvenna á ýmsum
sviðum samfélags“. Jafnréttisstofa, janúar 2009, http://www.jafnretti.is/
D10/_FILES/T%C3%B6lur%20hlutf%C3%B6ll%20og%20fj%C3%B6lda%20
karla%20og%20kvenna%202009.pdf, 21. janúar 2013.
107 Vef. Alþingi. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki,
nr. 161/2002. 136. löggjafarþing 2008–2009, http://www.althingi.is/altext/
136/s/0120.html, 21. janúar 2013. Vef. Alþingi. Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Fjármálafyrirtæki. 111. mál. 136. löggjafarþing – 90. fundur, 2. mars 2009, http:
//www.althingi.is/raeda/136/rad20090302T182138.html, 21. janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 86