Saga - 2013, Síða 89
hagslegan ávinning af því að auka hlutfall kvenna í stjórnum fyrir-
tækja.108 Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu.109 Tæpu ári síðar, í maí
2009, lagði Gylfi Magnússon iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram
frumvarp um breytingu á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög
með ákvæði um að „gætt skuli að kynjahlutföllum“ og vísað var til
í upphafi þessarar greinar.110 Miklar og líflegar umræður urðu á
Alþingi um frumvarpið og strax komu fram hugmyndir um að lög-
binda kynjakvóta.111 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sem fyrst orðaði
hugmyndina, tilgreindi þrenns konar rök:
Þau fyrstu eru réttlætisrök, það er bara eðlilegt að konur hafi sama
tækifæri og sama aðgang og karlar að valda- og áhrifastöðum. Í öðru
lagi getur maður sagt að fyrir þessu séu nytjarök sem koma þá í veg
fyrir samfélagslegt tap sem verður þegar samfélagið nýtir ekki mann-
auð kvenna, hæfni og dugnað. Í þriðja lagi mætti segja að fyrir þessu
væru áhætturök því að þetta ætti að vinna gegn þeirri klíkumyndun
sem hefur heldur betur komið okkur á kaldan klaka á Íslandi í karla-
samfélaginu í viðskiptalífinu.112
„færar konur“ 87
108 Umræðurnar urðu stuttar kappræður milli Steinunnar Valdísar og Péturs H.
Blöndal sem var andsnúinn lagasetningunni. Sjá Vef. Alþingi. Steinunn Valdís
Óskarsdóttir. Fjármálafyrirtæki. 111. mál. 136. löggjafarþing – 90. fundur, 2.
mars 2009. http://www.althingi.is/altext/raeda/136/rad20090302T180550.
html, 21. janúar 2013.
109 Sjá feril málsins á Alþingi: Vef. Alþingi. Fjármálafyrirtæki (kynjahlutföll í
stjórnum). 111. mál lagafrumvarp 136. löggjafarþing 2008–2009. http://www.
althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=136&mnr=111, 21. janúar 2013.
110 Málið var ekki afgreitt og lagt aftur fram í nóvember sama ár. Vef. Alþingi.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einka-
hlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn). (Lagt fyrir
Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.), http://www.althingi.is/altext/137/s/
0014.html, 21. janúar 2013 og Vef. Alþingi. Frumvarp til laga um breytingu á
lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll
og starfandi stjórnarformenn). (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–
2010.), http://www.althingi.is/altext/138/s/0071.html, 21. janúar 2013. Þar
sem sama frumvarp var lagt fram í bæði skiptin er ekki gerður greinarmun-
ur á umræðunni í fyrra og seinna skiptið.
111 Vef. Alþingi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Hlutafélög og einkahlutafélög
(eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn). 14. mál. 137. lög-
gjafarþingi – 4. fundur, 20. maí 2009. http://www.althingi.is/raeda/137/
rad20090520T151018.html, 21. janúar 2013.
112 Vef. Alþingi. Sigríður Ingi björg Ingadóttir. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71.
mál. 138. löggjafarþingi – 20. fundur, 5. nóvember 2009, http://www.alt
hingi.is/raeda/138/rad20091105T175311.html, 21. janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 87