Saga - 2013, Page 90
Í umræðunni var vísað í gögn sem sýndu að arðsemi væri meiri í
fyrirtækjum með kynjablandaðar stjórnir, að hlutfall kvenna í stjórn-
um fyrirtækja hefði lækkað eftir hrun,113 og mikilvægi nýrra gilda í
uppbyggingunni var áréttað.114 Strax í upphafi var tónninn því sleg-
inn með arðsemisrökum nýfrjálshyggjunnar sjálfrar. Með beinum
tilvísunum í „hæfni kvenna og dugnað“, rökum um betri arðsemi
þar sem bæði kyn koma að málum og fækkun kvenna í stjórnum
fyrirtækja eftir hrun má segja að enn á ný hafi sérstöðurök verið
kynnt til sögunnar. Þessi rök voru sjaldan útskýrð með beinum
hætti en sá skilningur maraði í hálfu kafi að konur hefðu eiginleika
eða færni sem kæmi sér vel í atvinnurekstri. Við þær aðstæður sem
ríktu reyndist erfitt að vefengja slík sjónarmið.
Í þessum búningi fékk málið strax mikinn meðbyr, og mikillar
óþreyju gætti meðal fylgismanna kynjakvóta sem töldu jafnvel ekki
nógu langt gengið.115 Mótrökin voru af margvíslegum toga, snerust
m.a. um að jafnréttislögin frá 2008 hefðu ekki sannað gildi sitt, né
heldur samningur sem Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í
atvinnu rekstri og Viðskiptaráð Íslands gerðu 2009 um að hvetja til
fjölgunar kvenna í forystusveit íslensks viðskiptalífs þannig að hlut-
fall hvors kyns yrði ekki undir 40% í lok árs 2013.116 Andstæðingum
ákvæðisins var mikið niðri fyrir, talað var um „valdboð“ sem
stangaðist á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar,117 „pólitíska
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.88
113 Vef. Alþingi. Lilja Mósesdóttir. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71. mál. 138.
löggjafarþingi – 46. fundur, 16. des. 2009, http://www.althingi.is/altext/
raeda/138/rad20091216T120158.html, 21. janúar 2013.
114 Vef. Alþingi. Eygló Harðardóttir. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71. mál. 138.
löggjafarþingi – 84. fundur, 2. mars 2010, http://www.althingi.is/raeda/
138/rad20100302T163506.html, 21. janúar 2013.
115 Sjá t.d. sjónarmið Önnu Pálu Sverrisdóttur: Vef. Alþingi. Anna Pála Sverris -
dóttir. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71. mál. 138. löggjafarþingi – 20. fundur,
5. nóv. 2009, http://www.althingi.is/raeda/138/rad20091105T174937.html,
21. janúar 2013. Sjá ennfremur sjónarmið Birkis Jóns Jónssonar: Vef. Alþingi.
Birkir Jón Jónsson. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71. mál. 138. löggjafarþingi
– 84. fundur, 2. mars 2010, http://www.althingi.is/raeda/138/rad2010
0302T152037.html, 21. janúar 2013.
116 Vef. Samstarfssamningur Félags kvenna í atvinnurekstri, Viðskiptaráðs
Íslands og Samtaka atvinnulífsins, 15. maí 2009, http://www.sa.is/files/
Samstarfssamningur_277860608.pdf, 21. jan. 2013.
117 Vef. Alþingi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71.
mál. 138. löggjafarþingi – 84. fundur, 2. mars 2010, http://www.althingi.is/
raeda/138/rad20100302T154458.html, 21. janúar 2013, og Vef. Alþingi. Pétur
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 88