Saga - 2013, Síða 91
rétthugsun“, „uppgjöf“,118 „hættulegar afleiðingar“119 og „voða -
verk“.120 Hér er vert að rifja upp deilurnar um kvenleikann 1926–
1928, þegar kvenréttindi og þátttaka kvenna í opinberum málum
var talin stefna kvenleikanum, heimilunum og þjóðinni „í voða“,
sem og orð Sigurlaugar H. Bjarnadóttur sem talaði um sértækar
aðgerðir sem „ofbeldi“ árið 1981.
Á seinni stigum umræðunnar komu fram hugmyndafræðileg
rök sem tengja þessa umræðu með áhugaverðum hætti við umfjöll-
unina sem greint var frá hér í upphafi, um þýðingu kynsins og
færni. Ragnheiður Elín Árnadóttir taldi að með lögunum yrðu kon-
ur valdar á grundvelli kyns eingöngu og ekki hæfni: „…þrátt fyrir
að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn
eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á
grundvelli þess að ég er kona.“121 Pétur Blöndal tók dýpra í árinni
og orð hans minna á orð Guðrúnar Helgadóttur 30 árum fyrr:
Það sem er kannski verst við þetta er að einhver kona kemst í stjórn og
eftir að þessi lög hafa tekið gildi munu allir geta sagt við þessa konu:
Þú fékkst stöðuna af því að þú ert kona, ekki vegna verðleika eða hæfi-
leika, nei, menn urðu að velja þig í stjórn, menn höfðu ekkert val. Það
munu allir geta sagt þetta við konuna, og hún jafnvel við sjálfa sig: Ég
er ekki hæfust. Þetta eru hættulegar afleiðingar af þessu frumvarpi,
hættulegar afleiðingar af lagasetningu.122
Á lokaspretti umræðunnar komu fram sjónarmið sem sýna í hnot-
skurn þá sögulegu framvindu sem hefur verið til umræðu hér, og
má segja að með þeim lokist hringurinn. Varaþingmaðurinn Erla
„færar konur“ 89
Blöndal. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71. mál. 138. löggjafarþingi – 84. fund-
ur, 2. mars 2010, http://www.althingi.is/raeda/138/rad20100302T161253.
html, 21. janúar 2013.
118 Vef. Alþingi. Ragnheiður Elín Árnadóttir. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71.
mál. 138. löggjafarþingi – 84. fundur, 2. mars 2010, http://www.althingi.is/
raeda/138/rad20100302T151613.html, 21. janúar 2013.
119 Vef. Alþingi. Pétur Blöndal. Hlutafélög og einkahlutafélög.
120 Vef. Alþingi. Þráinn Bertelsson. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71. mál. 138.
löggjafarþingi – 20. fundur, 5. nóvember 2009, http://www.althingi.is/raeda
/138/rad20091105T175957.html, 21. janúar 2013.
121 Vef. Alþingi. Ragnheiður Elín Árnadóttir. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71.
mál. 138. löggjafarþingi – 46. fundur, 16. desember 2009, http://www.althingi.
is/raeda/138/rad20091216T122100.html, 21. janúar 2013.
122 Vef. Alþingi. Pétur Blöndal. Hlutafélög og einkahlutafélög.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 89