Saga - 2013, Page 92
Ósk Ásgeirsdóttir minnti á að jafnréttisbaráttan hefði upphaflega
snúist um það að kynferði ætti ekki að skipta máli, að konur ættu
ekki að þurfa að þola misrétti vegna kyns síns og að líta ætti til ein-
staklingsins sjálfs. Með þessu væru konur búnar að tapa baráttunni
vegna þess að nú ætti „að gera kynferðið aftur að aðalatriði og það í
lögum … Við komumst þá ekki inn á okkar eigin forsendum og í
krafti eigin verðleika“.123 Erla Ósk taldi að ef svo mikið yrði gert úr
kynferði færi „þetta á endanum að snúast allt um kynferði. Það er
bara ekki stóra atriðið“.124 Erla Ósk virtist telja að kvótar útilokuðu
á einhvern hátt verðleika kvenna, rétt eins og rökstyðja þurfti sér-
staklega „færni“ eða „hæfni“ þegar konur áttu í hlut árið 1927. Með
öðrum orðum að slíkir eiginleikar væru ekki sjálfgefnir þegar um
kvenkynið væri að ræða. Þess má geta að tillagan var samþykkt á
Alþingi.
Lokaorð
Í þeirri þróun sem hér hefur verið rakin kallast á hugmyndir um
sérstöðu og jafnræði sem endurspegla ákveðna togstreitu eða
tvíræðni. Í umræðum um opinbera þátttöku kvenna árið 1917 og
1927 voru sérstöðurök þyngri hjá þeim sem börðust fyrir kvenrétt-
indum þótt jafnræðisrökum væri einnig teflt fram. Túlkun okkar er
sú að umræðan á fyrstu áratugum 20. aldar hafi einkennst af mæðra -
hyggju og húsmóðurhugmyndafræði þar sem kyn var réttmæt
breyta og réttlætt með tilvísun í eðlishyggju. Talin var þörf á um -
hyggju og forsjálni kvenna við tiltektir í þjóðarbúinu.
Um og eftir miðja 20. öld náðu jafnræðishugmyndir smám sam-
an yfirhöndinni. Það á við um jafnréttisfrumvarp Hannibals Valdi -
marssonar 1948, sem ekki náði fram að ganga, fyrstu jafnréttislögin,
sem sett voru 1976, og frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur frá 1981.
Fyrstu jafnréttislögin voru kynhlutlaus og kváðu aðeins á um bann
við mismunun. Þau þóttu mikil réttarbót á sínum tíma en náðu þó
ekki að stemma stigu við mismunun gagnvart konum. Það reyndist
árangurslítið að sýna með óyggjandi hætti fram á lakari stöðu
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.90
123 Vef. Alþingi. Erla Ósk Ásgeirsdóttir. Hlutafélög og einkahlutafélög. 71. mál.
138. löggjafarþing – 84. fundur, 2. mars 2010, http://www.althingi.is/raeda/
138/rad20100302T164713.html, 21. janúar 2013.
124 Vef. Erla Ósk Ásgeirsdóttir (andsvar). Hlutafélög og einkahlutafélög. Alþingi.
138. löggjafarþing – 84. fundur, 2. mars 2010, http://www.althingi.is/raeda/
138/rad20100302T170458.html, 21. janúar 2013.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 90