Saga - 2013, Page 94
myndum eðlishyggju um að eiginleikar kynjanna væru ólíkir. Þau
rök hafa í senn verið notuð til að réttlæta og vefengja þátttöku
kvenna í opinberu lífi. Í jafnræðisrökum, sem hafa verið meira áber-
andi, felst sá skilningur að ekki sé munur á vitsmunum, getu og
hæfileikum kynjanna. Þau hafa verið notuð jöfnum höndum til að
réttlæta og vefengja aðgerðir og pólitík í þágu kvenna. Þau rök
dugðu til að útrýma lagalegri mismunun en reyndust tvíeggjað
sverð þegar barist var fyrir því að leiðrétta misrétti með markviss-
um aðgerðum, þar sem slíkt var talið jafngilda ranglæti gagnvart
körlum.
Ljóst er að öll þessi saga snýst um kyn. Bæði sérstöðurök og
jafnræðisrök eru í senn styrkur og veikleiki. Sérstaða án jafnréttis
hefur í för með sér að konum er skipað á þann bás sem hefur tak-
markað frelsi og gerendahæfni þeirra. Jafnrétti án sérstöðuraka
þýðir aftur á móti að konur renna (gagnrýnislaust) inn í hið karl-
læga samfélag, án hlutdeildar í því samfélagi á sínum forsendum.
Þetta er sú tvíræðni og togstreita sem hér hefur verið lýst og sem
vafalaust á eftir að móta jafnréttisbaráttuna enn um hríð. Vísast
komumst við aldrei undan þeim meðan konur og karlar eru ólík
sem hópar, hver svo sem ástæðan kann að vera.
Abstract
s i gr íður matth ía sdótt i r og þorgerður e inarsdótt i r
“CAPABLE WOMEN”
From maternalism to neo-liberalism — ideas on female roles
in public in Iceland, 1900–2010
From the beginning, women’s rights activists have based their arguments both on
female „equality“ and on female „difference“ or uniqueness. Thus their discus-
sion has described women and femininity as being a common part of all human-
ity and yet at the same time special, owing to different social functions or charac-
teristics. During the entire period under study, i.e. from the first decades of the
20th century to the start of the 21st, these conflicting aspects have led to a para-
dox that has proved difficult to resolve.
This study compares thoughts on the public roles of women throughout this
period. The focus is on their participation in public life, including government
committees, boards and councils as well as the job market. A few of the land-
marks noted here were the parliamentary resolution presented in 1927 by
Iceland’s first female parliamentarian, Ingibjörg H. Bjarnason, on the appointment
of government committees; the bill on women’s rights presented in 1948 by
sigríður matthíasd. og þorgerður einarsd.92
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 92