Saga - 2013, Blaðsíða 100
örðugra samgangna á landi. En greiðar samgöngur á bátum breyttu
viðhorfum. Og vitnisburður Ara fróða bendir til að fólk við Breiða -
fjörð hafi um 1130, ef ekki mun fyrr, talið sig mynda félagslega
heild. Meira þurfti þó líklega til þess að fólk við Breiðafjörð væri
tilbúið að lúta sameiginlegri pólitískri forystu, svo sem varð á tíma
Þórðar Sturlusonar. Til að skýra mun á félagslegri heild, eins og Ari
lýsir, og pólitískri sameiningu má bera saman við mun á þjóðernis-
hyggju og ættjarðarást; hið síðarnefnda á við þegar fólki þykir vænt
um heimasvæði sitt án þess að ljá þeirri tilfinningu eitthvert pólitískt
innihald og telja sameiginlega, pólitíska forystu nauðsynlega. Sagan
segir okkur að þjóðir 19. aldar hafi sameinast um foringja þegar fólk
sem heyrði til þjóðinni skynjaði að það hefði einhverja sameiginlega
hagsmuni af slíkri forystu. Hugtakið þjóð fékk þá pólitískt inntak og
til varð þjóðríki. Hugmyndin er að eitthvað svipað kunni að hafa
gerst við Breiðafjörð í tíð Þórðar, bændur við fjörðinn ekki aðeins
haft vitund um félagslega heild heldur jafnframt séð sér hag í að
lúta sameinaðri, pólitískri forystu og mynda héraðsríki við fjörðinn.
Fyrirfram er ætlandi að helsti vandinn við félagslega og pólitíska
sameiningu hafi verið svæðið fyrir norðan fjörð, frá Hagavaðli aust-
ur í Saurbæ í Dölum. Við blasir strjálbýli tengt erfiðum samgöngum
á landi, oft með bröttum hlíðum og víða torsóttum fjallleiðum, en
líka torleiði á sjó vegna alllangra fjarða og grynninga. Auk þess
mátti búast við að kæmi til samkeppni og átaka við goða í Vatnsfirði
við Djúp. Var því kannski tvíbent fyrir goða við sunnanverðan
fjörðinn að beita sér á þessum slóðum. Á þessu svæði lenti Þórður
Sturluson í átökum um yfirráð við Sturlu Sighvatsson og Órækju
Snorrason. Sýnt skal fram á að hér var eftir meira að sækjast en
almennt er talið. Svæðið milli Vatnsfjarðar við Barðaströnd og
Gilsfjarðar reynist hafa verið mikilvægt í pólitískri baráttu, eins og
rakið skal. Forræði þar var mikilvægt í baráttunni um að gera
Breiðafjörð að pólitískri heild.
Björn Sigfússon benti á að lega margra vorþingsstaða hefði verið
miðuð við ferðir á sjó.9 (Sjá 2. mynd). Þingstaður á Þórsnesi er skýrt
dæmi um þetta. Í ljósi þess sem sagt hefur verið um báta og ferðir
mætti ætla að eðlilegast hefði verið að Þórsnes yrði vorþingsstaður
allra bænda við Breiðafjörð. En bændur norðan við Breiðafjörð áttu
sér annan vorþingsstað þar sem var fjarðarbotn í Þorskafirði, langt
helgi þorláksson98
9 Björn Sigfússon, „Full goðorð og forn og heimildir frá 12. öld“ Saga III (1960–
63), bls. 61.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 98