Saga - 2013, Page 103
enda þykir sennilegt að heitið Þingmannaheiði vísi til þess. (Sjá 3.
mynd). Heiðin liggur á milli Vatnsfjarðar og Vattarfjarðar sem er
inni af Skálmafirði.13 Kristian Kålund taldi líklegt að heitið Þing -
manna heiði ætti sér skýringu í því að þar hefðu farið þeir sem fóru
til vorþings í Þorskafirði eða til alþingis.14 Þorvaldur Thoroddsen
leit svo á að Þingmannaheiði hefði legið áfram um fjöll uppi af
Skálmafirði og Kollafirði. 15 Hann benti þó ekki á nein tengsl þessa
heitis við þingið í Þorskafirði.
Ólafur Sívertsen taldi á hinn bóginn að þing hefði verið haldið í
Skálmafirði og þar hefðu komið saman Ísfirðingar, aðrir Vestfirð -
ingar, Barðstrendingar og menn af Rauðasandi.16 Nafn Þingmanna -
heiðar ætti þá að tengjast þessu. Þessi skýring hefur mætt skilningi
enda vita staðkunnugir að landleið í Þorskafjörð var ekki greiðfær.17
Stærsta hindrun á leiðinni að vestan í Þorskafjörð eru Reiphólsfjöll,
há og mikil. Þau ollu að landleið í Þorskafjörð var löng og erfið og
því skiljanlegt að meðal seinni tíma manna hafi vaknað hugmyndir
um meiri háttar þing í Skálmafirði á fyrri tíð, en það á sér litla stoð.
Hér skal sett fram sú skýring að heitið Þingmannaheiði tengist
þriggja hreppa þingi hjá Vaðli. Heitið tengist þá ekki ferðum land-
leiðis í Þorskafjörð.
Skrýtinn þingstaður innst í Þorskafirði?
Mjög sennilegt verður að teljast að þeir sem fóru frá Barðaströnd til
þings í Þorskafirði hafi jafnan farið sjóleiðina. Má jafnvel láta sér
ódrjúgshálsar og sæbrautir 101
13 Rithátturinn Skálmafirði, í stað hins vanabundna Skálmarfirði, er miðaður við
að inn úr firðinum er eins og gangi tvær skálmar, fjörðurinn er klofinn líkt og
kvísl eða buxur. En þá má líka líta á það sem eðlilegt að rita Skálmardalur þar
sem hann er aðeins við aðra skálmina.
14 P.E. Kristian Kålund, Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island I
(Kaupmannahöfn: Gyldendalske Boghandel 1877), bls. 539. Ari Ívarsson tekur
undir þessa skoðun, sbr. Þingmannaheiði og fleiri fjöll, Frá Bjargtöngum að
Djúpi 4 (2001), bls. 8.
15 Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók II. Útg. Jón Eyþórsson. 2. útgáfa ([Reykjavík]:
Snæbjörn Jónsson & Co. H.F. 1957), bls. 43–44.
16 Ólafur Sivertsen, Lýsing Flateyjarp[re]stakalls. Sóknalýsingar Vestfjarða I.
Barðastrandasýsla (Reykjavík: Samband vestfirzkra átthagafélaga 1952), bls. 108
og 111–112.
17 Forn þingstöð í Skálmarfirði. (Sögn Guðmundar Jónssonar frá Skálmarnes -
múla), Vestfirzkar þjóðsögur II. Fyrri hluti. Safnað hefur Arngr. Fr. Bjarnason
(Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F. [1956]), bls. 170.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 101