Saga - 2013, Side 105
detta í hug að bátur sá sem Hrafn Sveinbjarnarson á að hafa haft til
almennra nota á Barðaströnd hafi m.a. tengst slíkum ferðum.
Þingstaðurinn í Þorskafirði var við botn fjarðarins. (Sjá 4. mynd).
Kemur fram að menn sem sóttu þingið á skipi með Gesti Oddleifs -
syni hafi stigið á land í Hallsteinsnesi og haldið þaðan landveg til
þingstaðarins en Gestur haldið skipinu lengra inn fjörðinn, nær
þingstaðnum. Er líklega gert ráð fyrir að þurft hafi lagni til að
komast inn fjörðinn enda gætir þar stríðra strauma og grynninga.
Vorþing skyldu standa í 4–7 daga, og höfðingjar og stórbændur
sem sóttu þau, t.d. íbúar við Hagavaðal, hafa þurft að flytja tjöld og
húðir til að tjalda búðir, húðföt til að sofa í, tæki til matargerðar og
eins vistir og margt fleira og hafa valið báta af stærri gerðinni eða
skip, engar smákænur. Gíslasaga sýnir að slíkum skipum mátti
leggja nærri þingstaðnum.
Þingstaðurinn hentaði Vatnsfirðingum við Djúp og þeim sem fóru
Kollabúðaheiði, t.d. úr Steingrímsfirði, en líka Saurbæingum. Það
vekur athygli að fólk skyldi koma þangað alla leið frá Hagavaðli.
Aðrir kostir fyrir þetta fólk voru Þórsnes eða hugsanlega þing í
Dýrafirði. Hér má benda á að fólki, sem átti heima fyrir austan
Vatnsfjörð í Barðastrandarsýslu, var í tíð einokunarverslunar ætlað
að sækja í kaupstað á Bíldudal. Undan því var kvartað sáran þar
sem landleið þótti örðug mjög og ekki væri fært á bátum, enda tald-
ist Látraröstin varasöm. 18 Dýrafjörður hefur því vart komið til
greina sem þingstaður fyrir fólk á þessum slóðum en Þorskafjörður
kannski hentað betur en Þórsnes. Þorskafjörður hefur þá verið freist-
andi líka fyrir menn í eyjunum næst landi í Barðastrandarsýslu
nema eitthvað sérstakt drægi þá að Þórsnesi.
Merkilegt er að lesa í Gíslasögu að Börkur Þorsteinsson á Helga -
felli „fer til Þorskafjarðarþings með fjölmenni og ætlar að hitta vini
ódrjúgshálsar og sæbrautir 103
3. mynd. Barðastrandarsýsla. Ástæða er til að benda sérstaklega á Vatnsfjörð
við Barðaströnd, Þingmannaheiði, Skálmafjörð og Reiphólsfjöll. Vattar -
fjörður er stutti fjörðurinn sem gengur inn úr Skálmafirði að vestan. Fylgir
riti Jóhanns Skaptasonar, Árbók MCMLIX Barðastrandarsýsla, gegnt titlsíðu.
Höfundar ekki getið.
18 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi 1602–1787 (Reykjavík: Verzlunar ráð
Íslands: Reykjavík 1919), bls. 284. Bændur óskuðu eindregið eftir að fá að
versla í Flatey, en dönsk stjórnvöld daufheyrðust við því, sjá sama rit, bls. 283.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 103