Saga - 2013, Síða 108
um.25 Tjaldanes var annars þekkt fyrir að þar höfðust oft við að -
komu menn sem stunduðu fræga sölvatínslu.26
Í Fóstbræðrasögu er getið um menn sem fóru frá Reykhólum til
alþingis og er nefnt að þeir neyttu matar í Saurbæ en riðu þaðan
áfram. Virðist sem gert sé ráð fyrir að þeir hafi fyrst farið á báti frá
Reykhólum. Í sömu sögu er svo fyrir hugað að ferðalangar hafi
getað fengið lánaða hesta á Reykhólum.27 Þar hefur bátaeign líklega
verið góð, getið er teinærings Reykhólabónda í Grettis sögu og var
notaður þegar farið var í Ólafseyjar.28 Sjálfsagt voru jafnan til mjög
stórir bátar á Reykhólum, kannski líka róðrarskútur, eins og sagt er
að Steinólfur í Fagradal á Skarðsströnd hafi átt; sú gat borið 40
manns, segir sagan.29 Fyrrnefndur Langhúfur var stórt skip og flutti
t.d. 30 manns eða ríflega það árið 1234.30 Á 17. öld var til skip á
Reykhólum sem bar 15 lestir (sjá síðar). Er ætlandi að á slíku skipi
hafi mátt flytja nokkurn fjölda hesta.
Margir ferðalangar hafa átt leið um Reykhóla og má tengja það
umsögninni í Grettlu um höfðingjann Þorgils Arason á Reykhólum,
sem er á þessa leið: „Hann var svo mikill þegnskaparmaður að hann
gaf hverjum frjálsum manni mat, svo lengi sem þiggja vildi …“31
Reykhólar eru heldur afskekktir á okkar tíð en voru það ekki á tím-
um tíðra bátsferða. Ferðalangar áttu að geta búist við góðum viðtök-
um á Reykhólum, einkum ef þar áttu heima metnaðargjarnir menn
sem vildu auka áhrif sín, vinsældir og virðingu. Búið stóð mörgum
fótum og matarskortur var varla líklegur, jafnvel þótt gestkvæmt
hafi verið í meira lagi.
Ferðir milli Tjaldaness í Saurbæ og Reykhóla á Reykjanesi hafa
verið mikilvægar og mun hafa legið þar á milli bein og greið leið um
Breiðasund. Má nærri geta að slíkar ferðir gátu styrkt veldi goðanna
helgi þorláksson106
25 Sama heimild I, bls. 394; II, bls. 30.
26 Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir I (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningar -
sjóðs 1980), bls. 53–58; sbr. Íslenzkt fornbréfasafn III 1269–1415 (Kaupmannahöfn:
Hið íslenzka bókmentafélag 1896), bls. 657.
27 Fóstbrœðra saga. Vestfirðinga sǫgur, bls. 128, 153, 177 og 216.
28 Grettis saga Ásmundarsonar. Útg. Guðni Jónsson. Íslenzk fornrit VII (Reykjavík:
Hið íslenzk fornritafélag 1936), bls. 159–160.
29 Þorskfirðinga saga. Harðar saga. Útg. Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vil -
hjálms son. Íslenzk fornrit XIII (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1991 ), bls.
209–210, sbr. nm.
30 Sturlunga saga I, bls. 376.
31 Grettis saga Ásmundarsonar, bls. 91.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 106