Saga - 2013, Page 109
á Staðarhóli í Saurbæ, veittu þeim færi á að eiga samskipti við þá
sem fóru í erindum sínum, gáfu kost á að afla frétta, hafa afskipti og
koma sér í vænleg mál. Var ekki minnst um vert fyrir Staðarhóls -
menn að þeir ættu ítök á Reykhólum líka, eins og raunin var um
Þorgils Oddason, goða á Staðarhóli (d. 1151). Segir frá því að í
Tjalda nesi hafi sonur hans, Einar Þorgilsson, goði á Staðarhóli, átt
þrjú skip árið 1170.32 Það veitir væntanlega vísbendingar um skipa-
eign Þorgils á sama stað, og skipin mátti t.a.m. nota til ferða að
þingstaðnum í Þorskafirði.
Varla er vafamál að Órækja Snorrason lagði einkum undir sig
býlin Staðarhól og Reykhóla til að ráða ferðum milli Saurbæjar og
Reykjaness. Má álykta þetta af því að hann lagði þau undir sig á
sama tíma og gat komið fyrir liðsafla á báðum stöðum og kúgað
þannig þingmenn Þórðar Sturlusonar og bannað þeim að leita til
hans. Áhersla Þórðar og sona hans á að uppræta búin ber vott um
nauðsyn þess fyrir þá að koma í veg fyrir setu óvinveittra á þessum
stöðum frekar en að hún sýni ágirnd á búfé.
Auðsætt er að hestar hafa iðulega verið fluttir á milli Saurbæjar
og Reykjaness og var þá farið á stórum bátum eða skipum, teinær-
ingum og stærri.33 Er ástæða til að vekja sérstaka athygli á þeim
kosti sem stórbændur og höfðingjar áttu á að flytja hesta á skipum
milli Reykhóla og Tjaldaness.
Sturla á ferð milli Dala og Djúps
Fram kemur einnig að fara mátti sjóleið frá Saurbæ í Gufufjörð og
þaðan um Kollafjarðarheiði. Þessi kostur varpar ljósi á Stað á Reykja -
nesi og Gufudal neðri. (Sjá 4. mynd).
Sturla Sighvatsson átti harma að hefna á Vatnsfirðingum árið
1229. Hann sótti að þeim og valdi Kollafjarðarheiði. Reið hann fyrst
frá Sauðafelli í Saurbæ og síðan áfram, dag og nótt, í Gufudal. Þetta
var í byrjun nóvember 1229 og þeir Sturla voru 70 saman. Sturla
komst til Vatnsfjarðar en ekki segir nákvæmlega hvar hann fór frá
Gufudal. Væntanlega hefur hann farið Gufudalsháls og svo óhjá-
kvæmilega inn í botn Kollafjarðar.34 Venja var að teyma hesta um
hálsinn og var sú leið frekar farin en út fyrir Skálanes þar sem
ódrjúgshálsar og sæbrautir 107
32 Sturlunga saga I, bls. 84–85.
33 Sama heimild, bls. 379 og 382.
34 Sama heimild, bls. 338–339.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 107