Saga - 2013, Page 113
með báti frá Stað, eins og Guðmundur Arason. Má og benda á að
staðurinn í Gufudal átti „áttært skip, lítið, alfært“48 og það mátti
geyma á Melanesi og kannski nota með svipuðum hætti og Hrafn
Sveinbjarnarson er sagður hafa notað bát á Arnarfirði, hugsanlega
bát kirkjunnar á Eyri. Slíkt skip gat gengið milli Melaness og Staðar
og gagnast mörgum.
Vekur athygli að við fyrrgreinda leið Sturlu Sighvatssonar voru
þrjár mikilvægustu kirkjur í Austur-Barðastrandarsýslu, Reykhólar,
Staður á Reykjanesi og Gufudalur, og á síðastnefnda staðnum hlaut
hann fyrirgreiðslu. Höfundur hefur sett fram þá kenningu að lega í
þjóðbraut hafi ýtt undir að gera kirkjur að stöðum.49 Hefur það
hugsanlega stuðlað að því að staðir urðu til í Gufudal og á Stað að
þessar jarðir voru við þjóðleiðir og þar með eðlilegt að ætla þeim
meira hlutverk en almennt gerðist um kirkjur. Í pólitískri sam-
keppni hefur verið mikilvægt að eiga ítök á Stað og í Gufudal og
geta treyst þar á fararbeina. Vegna bátsferða virðist hafa verið hæg-
ara um vik fyrir Saurbæinga en Vatnsfirðinga við Djúp að hafa
taumhald á þessum mikilvægu stöðum.
Skiptu fiskveiðar máli?
En fleira en ferðalög gat valdið mikilvægi einstakra býla, t.d. fisk-
veiðar. Áður er fram komið að lendingarstaður við Hallsteinsnes
hafi getað verið mikilvægur vegna örðugleika við að komast á bátum
nærri þingstað í Þorskafirði, og sama má segja um lendingu nærri
Stað. Þeir sem segja frá í Landnámu kalla Hallstein landnema á
Hallsteinsnesi Þorskafjarðargoða;50 þeir hafa því haft hugmyndir
um að Hallsteinsnes hafi verið mikilvægt. Tengslin við þingið í
Þorskafirði hafa þó varla nægt til að gera Hallsteinsnes höfðingja-
setur og má velta fyrir sér hvort fiskveiðar kunni að hafa skipt máli.
Örnefnið Þorskafjörður virðist sterk vísbending um þorsk í firðin-
ódrjúgshálsar og sæbrautir 111
48 Íslenzkt fornbréfasafn XII 1200–1554 (Reykjavík: Hið íslenzka bókmentafélag
1923–1932), bls. 668 ([1553–4]).
49 Helgi Þorláksson, „Why were the 12th century staðir established?“, Church
Centres. Church Centres in Iceland from the 11th to the 13th Century and their
Parallels in other Countries. Ritstj. Helgi Þorláksson (Reykholt: Snorrastofa 2005),
bls. 127–155. Einnig er bent á að mikilvægir staðir og dýrlingar þeirra muni
hafa talist veita ferðalöngum vernd, sbr. ætlaða vernd dýrlinga í Stafholti og
Reykholti.
50 Íslendingabók, Landnámabók. Útg. Jakob Benediktsson. Íslenzk fornrit I (Reykja -
vík: Hið íslenzka fornritafélag 1968), bls. 126; um landnám bls. 163–5.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 111