Saga - 2013, Blaðsíða 115
Svæðið við mynni fjarðanna Þorskafjarðar, Djúpafjarðar og
Gufu fjarðar hefur líklega þótt mikilvægara á elstu tíð en það var
eftir 1700. Veiðar og hlunnindi og ferðir á bátum til þings í Þorska -
firði hafa þó ekki einar gert Stað mikilvægan, kannski miklu heldur
ferðir yfir firðina eða fyrir mynni Þorskafjarðar og Djúpafjarðar inn
í Gufufjörð og svo gagnstæða leið. Hinn eðlilegi lendingarstaður í
Gufufirði er í fyrrnefndu Melanesi í landi Skálaness. Þar var þing -
staður hrepps þings, skammt frá Gufudal, og bendir líka til að margir
hafi sótt þing á bátum.58
Önnur stórbýli
Ekki voru mörg stórbýli milli Gufufjarðar og Vatnsfjarðar við Barða -
strönd. Múli í Kollafirði taldist 30 hundraða (30 h) jörð (með Fjarðar -
horni) en annars voru býli jafnan smá hér inni í fjörðum. Á Skálma -
nesi og Svínanesi eru stærstu býlin fremst á nesjunum, Múli (48 h),
Fjörður (36 h) og Svínanes (30 h). Önnur býli fremst á nesjum, í ríf-
legu meðallagi, voru Auðshaugur (24 h) og Fossá (24 h) á Hjarðar -
nesi og loks var Brjánslækur (30 h). En býli hér innst í fjörðum voru
heldur fá og smá. Hefur verið meiri slægur í bændum fremst á nesj-
um og þeim hefur verið tamt að ferðast á bátum um Breiðafjörð og
hafa því verið á áhrifasvæði goða sem höfðu tök á siglingum og
ferðum manna um fjörðinn.
Hér hefur verið dregið fram að varla var einsýnt að bændur á
svæðinu frá Þorskafirði og allt vestur að Vatnsfirði, og jafnvel
lengra, allt til stórbýlisins Haga (100 h), að bændum í Efri Rauðsdal
(24 h) og Vaðli (30 h) meðtöldum, væru fremur þingmenn goða á
Vestfjörðum en þeirra sem bjuggu í Saurbæ eða á Skarðsströnd eða
handan fjarðar, á Snæfellsnesi. Þessu ollu ekki síst fjöll og ógreiðar
ferðir á landi um Barðastrandarsýslu. Stórbýli á svæðinu frá Reyk -
hólum vestur til Haga voru ekki svo ýkja mörg og flest við sjó,
fremst á nesjum eða nærri fjarðarmynnum. Með því að tryggja sér
fylgi bænda á þessum stærstu sjávarjörðum, og jafnframt ítök í
ódrjúgshálsar og sæbrautir 113
1744–1749 [Útg. Bjarni Guðnason] (Reykjavík: Sögufélag 1957), bls. 167.
Olavius segir „öruggar heimildir“ fyrir því að í Berufirði hafi fyrrum veiðst
þorskur og flyðra (Ferðabók II, 248).
58 Lýður Björnsson, Saga sveitarstjórnar á Íslandi I (Reykjavík: Almenna bóka-
félagið 1972), bls. 105. Talað er um fiskiskála í Grágás. Ætlaðar verbúðir í
Melanesi mátti líklega nefna fiskiskála og af þessu gat nesið dregið nafn og
eins bærinn Skálanes.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 113